Viðskipti innlent

Hagnaður Marel rúmlega sex milljarðar í fyrra

Hagnaður Marel á síðasta ári nam 35,6 milljónum evra eða rúmlega sex milljörðum króna. Þetta er nokkur aukning frá fyrra ári þegar hagnaðurinn nam 34,5 milljónum evra.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar um uppgjör ársins segir að tekjur félagsins hafi aukist um 6,8% milli ára og voru þær 714 milljónir evra eða tæplega 123 milljarðar kr.

Theo Hoen forstjóri Marel segir í tilkynningunni að vöxtur upp á 6,8% sé afrek miðað við þær krefjandi aðstæður sem verið hafa á mörkuðum félagsins. Jafnframt gerir forstjórinn ráð fyrir hóflegum vexti í rekstri félagsins á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×