Golf

Condoleeza rotaði áhorfanda | Myndband

Condoleeza Rice, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er kominn á kaf í golfið og hún tekur nú þátt á PRO AM-móti á Pebble Beach. Það hefur gengið misjafnlega.

Á fyrsta hringnum gerði Rice sér lítið fyrir og sló bolta í höfuð áhorfanda á 6. holu vallarins.

Rice var mjög örugg með sig eftir upphafshöggið. Horfði aðeins á eftir boltanum og tók svo upp tíið.

Höggið var ekki betra en svo að boltinn fór beint í höfuð áhorfandans sem steinlá og fékk heilahristing. Rice fékk símanúmerið hjá áhorfandanum og ætlar að gera vel við hann síðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×