Handbolti

Auðvelt hjá Kiel

Aron skoraði tvö mörk í dag.
Aron skoraði tvö mörk í dag.
Íslendingaliðið Kiel vann afar sannfærandi sigur, 29-40, gegn sænska liðinu Savehof í dag. Kiel í öðru sæti riðilsins, tveim stigum á eftir Veszprém.

Sænska liðið byrjaði leikinn betur en Kiel kom til baka og leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 15-20. Þeir héldu áfram að bæta við forskotið í síðari hálfleik og kláruðu leikinn með stæl.

Niclas Ekberg markahæstur í liði Kiel með 9 mörk og þar af 6 af vítalínunni. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk og Guðjón Valur Sigurðsson eitt.

Kristian Bliznac allt í öllu í liði Svíanna með níu mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×