Handbolti

Alexander skoraði þrjú mörk í naumum sigri

vísir/getty
Lið Guðmundar Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, vann nauman sigur, 34-33, á Tatran Presov í EHF-bikarnum í kvöld.

Leikið er í riðlum í sextán liða úrslitum og var þetta fyrsti leikur liðanna í B-riðli. Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Löwen og Stefán Rafn Sigurmannsson tvö.

Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Magdeburg unnu svo afar öruggan sigur, 33-18, í sömu keppni. Magdeburg er í D-riðli.

Lið Kristjáns Andréssonar, GUIF, steinlá, 37-26, gegn þýska liðinu Göppingen í A-riðli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×