Handbolti

Dýrt tap hjá liði Óskars Bjarna

Óskar Bjarni Óskarsson.
Óskar Bjarni Óskarsson.
Óskar Bjarni Óskarsson tapaði í kvöld sínum fyrsta leik sem þjálfari kvennaliðs Viborg. Liðið þurfti þá að sætta sig við tap, 24-25, í toppslag gegn Midtjylland.

Midtjylland hefur þar með náð fjögurra stiga forskoti á toppnum en Viborg er í öðru sæti deildarinnar.

Arna Sif Pálsdóttir og félagar í Álaborg gerðu aftur á móti jafntefli, 23-23, gegn KIF Vejen. Álaborg í næstneðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×