Handbolti

Wilbek greindist með magasár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Ulrik Wilbek hefur nú fengið skýringu á veikindum sínum síðustu daga heimsmeistarakeppninnar í handbolta.

Wilbek er þjálfari danska landsliðsins sem tapaði illa fyrir Spáni í úrslitaleiknum. Hann mætti ekki á blaðamannafund eftir úrslitaleikinn og bar fyrir sig veikindum.

Hann var engu að síður gagnrýndur af spænska landsliðsþjálfaranum fyrir að koma ekki á fundinn.

Danska handknattleikssambandið tilkynnti svo í gær að Wilbek hefði gengist undir rannsóknir síðan hann kom heim frá Spáni og í ljós hafi komið að hann væri með magasár.

Voru fjölmiðlar beðnir um að gefa honum svigrúm til að jafna sig almennilega af veikindum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×