Viðskipti innlent

Ráðinn framkvæmdastjóri Festu

Ketill B. Magnússon
Ketill B. Magnússon
Ketill B. Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð.

Hann tekur við starfinu af Regínu Ásvaldsdóttur, sem nýverið tók við starfi bæjarstjóra Akraneskaupstaðar.

Ketill hefur mastersgráðu í heimspeki og viðskiptasiðferði frá háskólanum í Saskatchewan í Kanada og MBA gráðu í stjórnun og rekstri frá ESADE í Barcelona á Spáni.

Hann kennir viðskiptasiðfræði og samfélagsábyrgð við Háskólann í Reykjavík og hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um þau efni.

Ketill starfaði hjá Símanum frá árinu 2001, meðal annars sem forstöðumaður stefnumótunar, forstöðumaður starfsþróunar og fræðslu, og síðast sem mannauðsstjóri árin 2008-2012.

Þá hefur hann víðtæka reynslu af félagsmálum og hefur m.a. verið formaður Heimili og skóla - landssamtaka foreldra frá 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×