Handbolti

Vignir: Verðum klárir gegn Katar

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Vignir Svavarsson var ekki sáttur við varnarleikinn gegn Dönum í kvöld.
Vignir Svavarsson var ekki sáttur við varnarleikinn gegn Dönum í kvöld. Mynd / Vilhelm
„Við áttum að vera löngu búnir að bregðast við sóknarleik Dana þegar við vorum að skipta úr sókn í vörn. Ég veit ekki hvað þeir gerðu mörg mörk úr slíkum færum en þetta gekk ekki upp. Það er eflaust hægt að týna til ýmsa hluti sem voru þeim í hag – þeir hafa hvílt lykilmenn á meðan við vorum í erfiðum leik í gær. Það skiptir engu máli. Þegar á hólminn er komið voru þeir bara betri," sagði Vignir Svavarsson sem náði ekki að komast á blað gegn Dönum í markaskorun.

„Vörnin okkar léleg allan tímann. Sóknin var stórkostleg oft á tíðum og margir leikmenn að finna sem hafa ekki verið að finna sig fram til þessa. Við töpum þessum leik fyrst og fremst á slakri vörn og markvarslan var í takt við varnarleikinn – það er alltaf þannig. Við verðum klárir gegn Katar – engin spurning,"

„Danirnir voru bara betri en við og við lékum ekki okkar besta leik. Vörnin var slök – og við vorum ekki nógu snöggir að skipta úr sókn í vörn, og þeir tóku okkur í bólinu þar," sagði Arnór Þór Gunnarsson í leikslok. Arnór kom inn í byrjunarliðið gegn Dönum í stað Þóris Ólafssonar og skoraði Arnór úr eina skotinu sem hann tók gegn Dönum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×