Viðskipti innlent

Afkoma Vestmannaeyja sjöfalt betri í fyrra en áætlað var

Rekstur Vestmannaeyjabæjar, bæði A og B hluta, var jákvæður um 530 milljónir króna á síðasta ári. Þetta er um sjöfalt betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Í ársreikningi bæjarins kemur m.a. fram að rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu tæpum 4,3 milljörðum kr.  króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum upp á tæpa  3,4 milljarða króna.  Rekstrargjöld námu um 3,8 milljörðum kr.

Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam tæpum 5 milljörðum króna og er eiginfjárhlutfall yfir 50%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×