Viðskipti innlent

Tilboð opnuð í Norðfjarðargöng

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hér má sjá tölvumynd Mannvits.
Hér má sjá tölvumynd Mannvits.
Metrostav og Suðurverk áttu lægsta boð í gerð Norðfjarðarganga, en tilboð voru opnuð í dag. Besta boðið hljóðaði upp á tæpa 9,3 milljarða sem var 97,3% af kostnaðaráætlun. Íslenskir aðalverktakar og Marti áttu hæsta boðið sem var um 10,5 milljarðar og tilboð Ístaks hljóðaði upp á 9,9 milljarða.

Göngin verða milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar, 7,5 kílómetrar að lengd, en markmiðið samkvæmt matsáætlun er að styrkja byggðarlög á Austurlandi með því að tryggja greiðar samgöngur og auka umferðaröryggi.

Metrostav, það fyrirtæki sem besta boðið átti, sá meðal annars um gerð Héðinsfjarðaganga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×