Handbolti

Alexander í aðgerð á öxl

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson. Nordicphotos/Bongarts

Alexander Petersseon er á leið í skurðaðgerð á öxl í vikunni til þess að ráða bót á þrálátum axlarmeiðslum. Þetta kemur fram á vef Rúv.

Alexander lék ekki með íslenska landsliðinu á HM á Spáni í janúar vegna meiðslanna. Hann verður því ekki með Íslandi í leikjunum tveimur gegn Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu í undankeppni EM í mánuðinum.

Rhein-Neckar Löwen, lið Alexanders, hefur þegar tryggt sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Liðið mætir Baleingen-Weilstetten í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×