Jólin mín, jólin þín og áramótin Teitur Guðmundsson skrifar 17. desember 2013 07:00 Nú fer í hönd einn skemmtilegasti tími ársins að mér finnst. Ekki spillir fyrir að það er jólalegt úti, kalt og hvítt. Það er einhvern veginn svo miklu hátíðlegra þegar snjórinn og jólaljósin lýsa upp myrkrið í sameiningu, það myndast ákveðin stemmning. Ys og þys um allan bæ, fólk að kaupa gjafir, hittast á förnum vegi og spjalla. Suma sér maður bara einu sinni á ári á jólarúntinum svokallaða, það fer drjúgur tími í það að heyra hvað hefur á dagana drifið síðan síðast. Ákveðnir hlutir eru ómissandi í jólaundirbúningnum og á aðventunni, að baka smákökurnar og laufabrauðið, skreyta híbýli sín og svo auðvitað jólatréð. Það fylgir því auðvitað mikil tilhlökkun að fá kærkomið frí, tíma til að lesa góða bók, spila spil eða púsla, njóta útivistar og þannig mætti lengi telja. Það gildir að setja tærnar upp í loft, en á sama tíma að halda jafnvægi. Mjög margir eru afar uppteknir af því að missa ekki tökin, þyngjast um of, borða of mikið og svo framvegis. Reynið bara að slaka á, það verður nægur tími til að leiðrétta nokkur aukakíló síðar komi þau á annað borð. Ekki skapa streituástand, maður þyngist af því einu saman. Hófsemi og jafnvægi er rétta lausnin bæði hvað varðar át og hreyfingu um hátíðirnar. Jólunum fylgja hefðir sem helst má ekki breyta, dæmi um það er maturinn, hvar þau eru haldin, hver leikur jólasveininn og deilir út pökkunum og svona mætti lengi telja. Það eru þessir litlu hlutir sem skipta okkur alveg ótrúlega miklu máli og verða að smellpassa svo við séum sátt og okkur líði vel. Sumar hefðir eru nánast meitlaðar í stein eins og skatan á Þorláksmessu eða tónleikarnir með Bubba, hver á sitt og það er gott, fjölbreytnin er það sem telur. Mestu máli skiptir þó samveran með fjölskyldu og vinum, þetta er tími fjölskyldunnar og við sem erum svo heppin að geta verið saman eigum að vera þakklát, því það er alls ekki sjálfgefið. Hátíð ljóss og friðar er fyrir löngu orðin býsna markaðsvædd, henni fylgir ákveðið hömluleysi og finnst sennilega flestum nóg um. Þó eru margir sem lifa samkvæmt orðatiltækinu „sælla er að gefa en þiggja“. Þetta fólk er ekkert sérstaklega að segja frá slíku, en maður heyrir af því og þakkar í huganum fyrir slíkar hetjur sem þurfa ekki að hreykja sér af því sem vel er gert, þær vita að þetta skiptir máli og nægir að það skuli kæta náungann og gleðja hans hjarta. Það skiptir ekki máli umfang eða verðmæti gjafa eða greiða, heldur fyrst og fremst hugurinn og sú vellíðan sem fylgir því að gera öðrum gott. Það er merkilega góð tilfinning! Það liggur í hlutarins eðli að ekki eiga allir sömu möguleika á að njóta jóla, því miður. Þar kemur margt til og of langt mál að telja upp öll þau atriði sem geta haft áhrif hér á, hvort sem þau eru fjárhagslegs eða félagslegs eðlis, vegna veikinda eða vinnu. Eitt er þó víst, að öll ráðum við tilfinningum okkar og getum ákveðið hvernig okkur líður, hvernig við högum okkur og hvernig við horfum á hlutina. Það er því gríðarlega mikilvægt að vera þakklátur og njóta þess sem maður hefur hverju sinni, gleðjast yfir jólunum og láta sér líða vel og ýta undir vellíðan annarra, það er hinn sanni jólaandi. Í þeim anda og þar sem pistlar mínir ættu næst að bera upp á aðfangadag og gamlársdag þá ætla ég að leyfa mér að óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, megir þú njóta vel! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fer í hönd einn skemmtilegasti tími ársins að mér finnst. Ekki spillir fyrir að það er jólalegt úti, kalt og hvítt. Það er einhvern veginn svo miklu hátíðlegra þegar snjórinn og jólaljósin lýsa upp myrkrið í sameiningu, það myndast ákveðin stemmning. Ys og þys um allan bæ, fólk að kaupa gjafir, hittast á förnum vegi og spjalla. Suma sér maður bara einu sinni á ári á jólarúntinum svokallaða, það fer drjúgur tími í það að heyra hvað hefur á dagana drifið síðan síðast. Ákveðnir hlutir eru ómissandi í jólaundirbúningnum og á aðventunni, að baka smákökurnar og laufabrauðið, skreyta híbýli sín og svo auðvitað jólatréð. Það fylgir því auðvitað mikil tilhlökkun að fá kærkomið frí, tíma til að lesa góða bók, spila spil eða púsla, njóta útivistar og þannig mætti lengi telja. Það gildir að setja tærnar upp í loft, en á sama tíma að halda jafnvægi. Mjög margir eru afar uppteknir af því að missa ekki tökin, þyngjast um of, borða of mikið og svo framvegis. Reynið bara að slaka á, það verður nægur tími til að leiðrétta nokkur aukakíló síðar komi þau á annað borð. Ekki skapa streituástand, maður þyngist af því einu saman. Hófsemi og jafnvægi er rétta lausnin bæði hvað varðar át og hreyfingu um hátíðirnar. Jólunum fylgja hefðir sem helst má ekki breyta, dæmi um það er maturinn, hvar þau eru haldin, hver leikur jólasveininn og deilir út pökkunum og svona mætti lengi telja. Það eru þessir litlu hlutir sem skipta okkur alveg ótrúlega miklu máli og verða að smellpassa svo við séum sátt og okkur líði vel. Sumar hefðir eru nánast meitlaðar í stein eins og skatan á Þorláksmessu eða tónleikarnir með Bubba, hver á sitt og það er gott, fjölbreytnin er það sem telur. Mestu máli skiptir þó samveran með fjölskyldu og vinum, þetta er tími fjölskyldunnar og við sem erum svo heppin að geta verið saman eigum að vera þakklát, því það er alls ekki sjálfgefið. Hátíð ljóss og friðar er fyrir löngu orðin býsna markaðsvædd, henni fylgir ákveðið hömluleysi og finnst sennilega flestum nóg um. Þó eru margir sem lifa samkvæmt orðatiltækinu „sælla er að gefa en þiggja“. Þetta fólk er ekkert sérstaklega að segja frá slíku, en maður heyrir af því og þakkar í huganum fyrir slíkar hetjur sem þurfa ekki að hreykja sér af því sem vel er gert, þær vita að þetta skiptir máli og nægir að það skuli kæta náungann og gleðja hans hjarta. Það skiptir ekki máli umfang eða verðmæti gjafa eða greiða, heldur fyrst og fremst hugurinn og sú vellíðan sem fylgir því að gera öðrum gott. Það er merkilega góð tilfinning! Það liggur í hlutarins eðli að ekki eiga allir sömu möguleika á að njóta jóla, því miður. Þar kemur margt til og of langt mál að telja upp öll þau atriði sem geta haft áhrif hér á, hvort sem þau eru fjárhagslegs eða félagslegs eðlis, vegna veikinda eða vinnu. Eitt er þó víst, að öll ráðum við tilfinningum okkar og getum ákveðið hvernig okkur líður, hvernig við högum okkur og hvernig við horfum á hlutina. Það er því gríðarlega mikilvægt að vera þakklátur og njóta þess sem maður hefur hverju sinni, gleðjast yfir jólunum og láta sér líða vel og ýta undir vellíðan annarra, það er hinn sanni jólaandi. Í þeim anda og þar sem pistlar mínir ættu næst að bera upp á aðfangadag og gamlársdag þá ætla ég að leyfa mér að óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, megir þú njóta vel!
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar