Skyndibitastarfsmenn lögðu niður störf Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 30. ágúst 2013 14:12 Skyndibitastarfsmenn í Bandaríkjunum krefjast hærri launa. mynd/365 Skyndibitastarfsmenn í um 60 borgum í Bandaríkjunum lögðu niður störf í hádeginu í gær. Þetta voru meðal annars starfsmenn í fyrirtækjunum McDonalds, Burger Kind, Little Caesars, Dominos, KFC og Taco Bell. Krafa starfsmannanna er að lágmarkslaun hækki úr 7,25 dollurum á tímann og í 15 dollara. Þetta kom fram í frétt USA today. Starfsmennirnir marseruðu um götur borganna í gær og kölluðu slagorðið: „make your wage super-size“ eða á íslensku: fáið margfalda launahlækkun. Það er jafnframt krafa starfsmannanna að þeir fái heimild til þess að stofna með sér verkalýðsfélög. Talsmaður starfsmanna segir að það sé algjört lágmark að starfsmenn fái að minnsta kosti 15 dollara á tímann en starfsmenn vilji líka betri skilyrði við vinnu sína og aðallega að komið sé fram við skyndibitastarfsmenn á sanngjarnan máta. Á nokkrum stöðum varð að loka veitingastöðum tímabundið á meðan á kröfugöngunni stóð. Einn starfsmaður veitingastaðarins Little Caesers, Julio Wilson sagðist vera með níu dollara í laun á tímann og það dygði honum ekki til þess að framfleyta honum og fimm ára dóttur hans. Hann sagðist gera sér grein fyrir því að hann væri að taka áhættu með því að taka þátt í þessum aðgerðum en að það væri réttur hans að berjast fyrir betri kjörum. Níu dollarar eru rúmlega þúsund krónur miðað við gegni dagsins. Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir kröfugöngurnar í gær. Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Skyndibitastarfsmenn í um 60 borgum í Bandaríkjunum lögðu niður störf í hádeginu í gær. Þetta voru meðal annars starfsmenn í fyrirtækjunum McDonalds, Burger Kind, Little Caesars, Dominos, KFC og Taco Bell. Krafa starfsmannanna er að lágmarkslaun hækki úr 7,25 dollurum á tímann og í 15 dollara. Þetta kom fram í frétt USA today. Starfsmennirnir marseruðu um götur borganna í gær og kölluðu slagorðið: „make your wage super-size“ eða á íslensku: fáið margfalda launahlækkun. Það er jafnframt krafa starfsmannanna að þeir fái heimild til þess að stofna með sér verkalýðsfélög. Talsmaður starfsmanna segir að það sé algjört lágmark að starfsmenn fái að minnsta kosti 15 dollara á tímann en starfsmenn vilji líka betri skilyrði við vinnu sína og aðallega að komið sé fram við skyndibitastarfsmenn á sanngjarnan máta. Á nokkrum stöðum varð að loka veitingastöðum tímabundið á meðan á kröfugöngunni stóð. Einn starfsmaður veitingastaðarins Little Caesers, Julio Wilson sagðist vera með níu dollara í laun á tímann og það dygði honum ekki til þess að framfleyta honum og fimm ára dóttur hans. Hann sagðist gera sér grein fyrir því að hann væri að taka áhættu með því að taka þátt í þessum aðgerðum en að það væri réttur hans að berjast fyrir betri kjörum. Níu dollarar eru rúmlega þúsund krónur miðað við gegni dagsins. Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir kröfugöngurnar í gær.
Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent