Ég var alein og símalaus Ása Ottesen skrifar 13. september 2013 10:00 Snjólaug Árnadóttir býr á eyjunni Styrsö, skammt frá Gautaborg, með kærasta sínum. Hún stundar meistaranám í lögfræði í Gautaborg. mynd/arngrímur „Okkur leist best á fallega, litla einbýlishúsið í Halsviksvägen, á eyjunni Styrsö, þar sem tólf hundruð manns búa,“ segir lögfræðineminn og fyrirsætan Snjólaug Árnadóttir sem flutti nýverið til Svíþjóðar, nánar tiltekið til Gautaborgar, ásamt kærasta sínum, Arngrími Jóni Sigurðssyni. Þar stundar Snjólaug meistaranám í lögfræði. Við flutningana út fékk parið að vita að erfitt gæti verið að finna íbúðir til leigu í borginni og því ákváðu þau að hafa augun opin fyrir öðrum kostum. Þau búa nú í einbýlishúsi á lítilli eyju rétt fyrir utan Gautaborg og taka ferju yfir á meginlandið á degi hverjum. „Eitt kvöld fór ég út að borða með skólafélögunum og ætlaði að taka síðustu ferjuna heim. Þegar ég var komin niður á höfn komst ég að því að ég hafði misskilið tímatöfluna og hafði rétt misst af síðustu ferjunni. Ég neyddist til að eyða nóttinni alein á bryggjunni í skítakulda. Ég hringdi í Arngrím til að láta hann vita að mín væri ekki von heim, en síminn varð batteríslaus í miðju samtali. Ég hafði ekkert til að gera til að drepa tímann og vissi ekki einu sinni hvað tímanum leið á meðan ég beið. Þegar ferjan loksins kom hoppaði ég himinlifandi inn í hlýjuna. Ég endaði að vísu í vitlausri höfn og þurfti að ganga þvert yfir eyjuna í þoku,“ segir hún hlæjandi þegar hún rifjar upp kvöldið. Snjólaug segir það ævintýri líkast að búa á eyju og ekki spillir fyrir að mánaðarleigan fyrir heilt hús sé sambærileg því sem þau hefðu greitt fyrir eitt herbergi í Gautaborg. „Þarna eru margar gönguleiðir, risavaxinn skógur sem minnir á Fangorn Forest úr Lord of the Rings-myndunum, og mikið dýralíf. Hér er mikill fjöldi dádýra, froska og fugla,“ segir hún að lokum. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
„Okkur leist best á fallega, litla einbýlishúsið í Halsviksvägen, á eyjunni Styrsö, þar sem tólf hundruð manns búa,“ segir lögfræðineminn og fyrirsætan Snjólaug Árnadóttir sem flutti nýverið til Svíþjóðar, nánar tiltekið til Gautaborgar, ásamt kærasta sínum, Arngrími Jóni Sigurðssyni. Þar stundar Snjólaug meistaranám í lögfræði. Við flutningana út fékk parið að vita að erfitt gæti verið að finna íbúðir til leigu í borginni og því ákváðu þau að hafa augun opin fyrir öðrum kostum. Þau búa nú í einbýlishúsi á lítilli eyju rétt fyrir utan Gautaborg og taka ferju yfir á meginlandið á degi hverjum. „Eitt kvöld fór ég út að borða með skólafélögunum og ætlaði að taka síðustu ferjuna heim. Þegar ég var komin niður á höfn komst ég að því að ég hafði misskilið tímatöfluna og hafði rétt misst af síðustu ferjunni. Ég neyddist til að eyða nóttinni alein á bryggjunni í skítakulda. Ég hringdi í Arngrím til að láta hann vita að mín væri ekki von heim, en síminn varð batteríslaus í miðju samtali. Ég hafði ekkert til að gera til að drepa tímann og vissi ekki einu sinni hvað tímanum leið á meðan ég beið. Þegar ferjan loksins kom hoppaði ég himinlifandi inn í hlýjuna. Ég endaði að vísu í vitlausri höfn og þurfti að ganga þvert yfir eyjuna í þoku,“ segir hún hlæjandi þegar hún rifjar upp kvöldið. Snjólaug segir það ævintýri líkast að búa á eyju og ekki spillir fyrir að mánaðarleigan fyrir heilt hús sé sambærileg því sem þau hefðu greitt fyrir eitt herbergi í Gautaborg. „Þarna eru margar gönguleiðir, risavaxinn skógur sem minnir á Fangorn Forest úr Lord of the Rings-myndunum, og mikið dýralíf. Hér er mikill fjöldi dádýra, froska og fugla,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira