Viðskipti innlent

Framkvæmdir fyrir 3 milljarða hafnar í Leifsstöð

Framkvæmdir eru hafnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem miða að því að auka afköst í stöðinni og stytta biðtíma við afgreiðslu flugfarþega meðal annars með fjölgun sjálfsinnritunarstöðva, fjölgun brottfararhliða, fjölgun landamærabásum og nýjum biðsvæðum.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á þessu ári og því næsta kosti um þrjá milljarða króna, að því er segir á vefsíðu stjórnarráðsins.

Metár var í komu fraþega á Keflavíkurfulgvöll í fyrra. Liðlega 2,3 milljónir farþega fóru um völlinn sem er 12,7% aukning frá fyrra ári. Í ár er síðan búist við að farþegum fjölgi um 10%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×