Viðskipti innlent

Hallinn á rekstri hins opinbera minnkaði töluvert milli ára

Afkoma hins opinbera var neikvæð um 58,5 milljarða króna í fyrra eða 3,4% af landsframleiðslu. Til samanburðar var afkoman neikvæð um 91,1 milljarð króna árið 2011 eða 5,6% af landsframleiðslu.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að tekjur hins opinbera námu um 735 milljörðum króna og hækkuðu um 55 milljarða króna milli ára eða um 8%. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust þær 43% samanborið við 42% árið 2011.

Útgjöld hins opinbera voru 794 milljarðar króna og jukust um 22 milljarða króna milli ára eða 2,9% en hlutfall þeirra af landsframleiðslu lækkaði úr 47% af landsframleiðslu 2011 í 46% 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×