Framtíðin í gipsum kynnt til sögunnar Jóhannes Stefánsson skrifar 5. júlí 2013 22:55 Evill vonast til að gipsið leysi helstu vandamál þess sem fyrir er. JAKE EVILL/WIRED Ný og byltingarkennd tækni við þrívíddarprentun hefur nú orðið til þess að hægt er að prenta gips utan um útlimi fólks sem er með brotin bein. Hefðbundin gips eru oft þung og óþægileg og eiga það til að verða skítug og lykta illa. Þetta kann brátt að heyra sögunni til, því ný tegund gipsa er þeim kostum gætt að vera allt í senn létt og meðfærilegt auk þess að vera úr plasti og koltrefjum, sem hrinda frá sér óhreinindum. Uppfinningamaðurinn Jake Evill við Victoria háskólann í Wellington á Nýja sjálandi fékk hugmyndina að „prentaða" gipsinu þegar hann handleggsbrotnaði sjálfur. „Ég var mjög hissa þegar ég fann á eigin skinni hversu ómeðfærilegt hefðbundna gipsið var," sagði Evill í samtali við Wired. „Að vefja hendina inn í tvö kíló af klunnalegu, og bráðum skítugu og kláðavaldandi gipsi virkaði einhvernveginn fornfálegt á mig." Hann hefur nú gefið út frumgerðina sem kallast Cortex, en hún er enn í prófun þar sem Evill reynir að komast að því hvaða efni hentar best til verksins. Hefðbundið handleggsgips af Cortex gerð er um þriggja millimetra þykkt og minna en 500 grömm. Þá má fara með slíkt gips undir vatn og því getur hinn slasaði farið í sturtu með útliminn, ólíkt því sem gildir um hið hefðbundna gips. Þetta kemur fram á vef Wired.com Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ný og byltingarkennd tækni við þrívíddarprentun hefur nú orðið til þess að hægt er að prenta gips utan um útlimi fólks sem er með brotin bein. Hefðbundin gips eru oft þung og óþægileg og eiga það til að verða skítug og lykta illa. Þetta kann brátt að heyra sögunni til, því ný tegund gipsa er þeim kostum gætt að vera allt í senn létt og meðfærilegt auk þess að vera úr plasti og koltrefjum, sem hrinda frá sér óhreinindum. Uppfinningamaðurinn Jake Evill við Victoria háskólann í Wellington á Nýja sjálandi fékk hugmyndina að „prentaða" gipsinu þegar hann handleggsbrotnaði sjálfur. „Ég var mjög hissa þegar ég fann á eigin skinni hversu ómeðfærilegt hefðbundna gipsið var," sagði Evill í samtali við Wired. „Að vefja hendina inn í tvö kíló af klunnalegu, og bráðum skítugu og kláðavaldandi gipsi virkaði einhvernveginn fornfálegt á mig." Hann hefur nú gefið út frumgerðina sem kallast Cortex, en hún er enn í prófun þar sem Evill reynir að komast að því hvaða efni hentar best til verksins. Hefðbundið handleggsgips af Cortex gerð er um þriggja millimetra þykkt og minna en 500 grömm. Þá má fara með slíkt gips undir vatn og því getur hinn slasaði farið í sturtu með útliminn, ólíkt því sem gildir um hið hefðbundna gips. Þetta kemur fram á vef Wired.com
Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent