Viðskipti innlent

Skoskir sjómenn vilja viðskiptabann á Ísland og Færeyjar

Skoskir sjómenn vilja að gripið verði til viðskiptabanns gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makrílveiða þessara þjóða.

Þetta kemur fram í máli Ian Gatt framkvæmdastjóra Sambands skoskra uppsjávarveiðimanna. Gatt segir í samtali við The Guardian að Evrópusambandið og Norðmenn hafi bætt tilboð sín um kvóta til handa Íslendingum og Færeyingum en engin svör, eðaq viðbrögð, hafi fengist við þeim tilboðum.

Gatt segir að samningaviðræður um makrílkvóta hafi engu skilað og því sé kominn tími til að leita annarra leiða. Hann segir að einhliða ákvarðanir Íslands og Færeyja hvað makrílinn varðar séu brjálæði.

Fram kemur í Guardian að talsmenn fiskvinnslustöðva á Humber svæðinu, það er í Grimsby og Hull, eru alfarið á móti refsiaðgerðum eða viðskiptaþvingunum gegn Íslandi og Færeyjum. Þeir segja að slíkar aðgerðir geti kostað þúsundir manna á svæðinu atvinnu sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×