Handbolti

Mögnuð endurkoma hjá Hans Lindberg og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hans Lindberg.
Hans Lindberg. Mynd/NordicPhotos/Bongarts
HSV Hamburg náði 29-29 jafntefli á móti Chehovski Medvedi í Meistaradeild karla í handbolta í dag þrátt fyrir að vera sex mörkum undir, 20-26, þegar langt var liðið á seinni hálfleikinn.

HSV Hamburg skoraði þá átta mörk í röð og breytti leiknum en í lokin urðu liðin að sættast á jafntefli í stórskemmtilegum leik. Pascal Hens tryggði HSV stig í lok leiksins.

Þarna voru tvö efstu liðin í A-riðli að mætast en þau eru nú jöfn í efsta sæti riðilsins með 11 stig.

Íslenski Daninn Hans Lindberg skoraði fimm mörk fyrir HSV Hamburg í leiknum en markahæstur var þýski landsliðsmaðurinn Pascal Hens með sex mörk. Króatinn Domagoj Duvnjak og Pólverjinn Marcin Lijewski skoruðu báðir fimm mörk eins og Lindberg.

Rússnesku landsliðsmennirnir Timur Dibirow og Sergej Gorbok voru markahæstir hjá Medvedi-liðinu með sjö mörk.

Klukkan 18.30 í kvöld mætast SG Flensburg-Handewitt og Partizan Belgrad í sama riðli en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×