Viðskipti innlent

Eignir fjármálafyrirtækja jukust um tæpa 173 milljarða

Fjármunareignir fjármálafyrirtækja á fjórða ársfjórðungi í fyrra námu 8.360 milljörðum kr. og höfðu hækkað um tæpa 173 milljarða kr. frá þriðja ársfjórðungi ársins.

Í hagtölum Seðlabankans segir að þessa hækkun má rekja til hækkunar á verðbréfaeign annarri en hlutabréfum um 131 milljarð kr., hækkun á hlutafjáreign og hlutdeildarskírteinum um rúma 65 milljarða kr. og útlánum um tæpa 37 milljarða kr.

Seðlar og innstæður lækkuðu um 54,6 milljarða kr. á sama tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×