Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði tvö mörk þegar að Team Tvis Holstebro vann öruggan sigur á Odense, 34-23, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Rut Jónsdóttir skoraði eitt mark fyrir Team Tvis sem tryggði sér annað sæti deildarinnar með sigrinum í kvöld. Þar með er ljóst að liðið tekur með sér eitt stig í úrslitakeppnina en sex efstu lið deildarinnar komast í hana.
Staðan í hálfleik í kvöld var 16-11, Team Tvis í vil, og sigur liðsins öruggur eins og tölurnar bera með sér. Þetta var níundi sigur Team Tvis í röð í deildinni.
Team Tvis öruggt með annað sætið
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti




Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn


Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn