Viðskipti innlent

Verri afkoma en var í fyrra

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Tekju-, vöru-, og þjónustuskattar juku tekjur hins opinbera á fyrsta fjórðungi jukust um 3,1% milli ára.
Tekju-, vöru-, og þjónustuskattar juku tekjur hins opinbera á fyrsta fjórðungi jukust um 3,1% milli ára. Fréttablaðið/Valli

Halli á tekjuafkomu hins opinbera nam 8,2 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi þessa árs, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands.

Niðurstaðan er lakari en á sama tíma í fyrra þegar hallinn var 6,7 milljarðar.

Í umfjöllun Hagstofunnar kemur fram að hallinn fyrstu þrjá mánuði ársins hafi numið 1,9 prósentum af landsframleiðslu tímabilsins, eða 4,5 prósentum af tekjum hins opinbera.

Hagvísir Hagstofunnar, með yfirskriftina "Fjármál hins opinbera á 1. ársfjórðungi 2013", kom út í gær.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×