Viðskipti innlent

Farþegum Icelandair fjölgaði um 22%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Farþegum Icelandair fjölgaði um 22% í mars, samkvæmt tölum sem birtar eru á vef Kauphallarinnar. Um 145 þúsund farþegar ferðuðust með Icelandair í mánuðinum. Framboð farþegasæta jókst um 31% og var sætanýting 79,3%. Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru 26 þúsund í mars sem er fækkun um 11% á milli ára.

Framboð félagsins á sætum í mars var dregið saman um 10% samanborið við mars í fyrra. Sætanýting nam 74,3% og jókst um 0,5 prósentustig á milli ára.

Seldum gistinóttum á hótelum félagsins fjölgaði um 29% miðað við mars á síðasta ári. Herbergjanýting var 72,17samanborið við 70,4% í mars í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×