Viðskipti innlent

Undirrita samning við Kína um aukið samstarf á sviði tækni og vísinda

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Illugi Gunnarsson tekur í höndina á Cao Jianlin, aðstoðarráðherra Kína á sviði tækni og vísinda, í Þjóðmenningarhúsinu.
Illugi Gunnarsson tekur í höndina á Cao Jianlin, aðstoðarráðherra Kína á sviði tækni og vísinda, í Þjóðmenningarhúsinu.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra undirritaði í dag samning við Kína um aukið samstarf á sviði tækni og vísinda.

Tilgangur samningsins er að efla enn frekar samstarf landanna á þessum sviðum með heimsóknum, vistaskiptum vísindamanna og framhaldsnema, sameiginlegum rannsóknarverkefnum og samskiptum af öðru tagi.

Í kjölfar samningsins verður sett á fót sameiginleg nefnd landanna sem verður samningsaðilum til ráðgjafar um framkvæmd nýs samstarfs.

Aðstoðarráðherra Kína á sviði tækni og vísinda, Cao Jianlin, undirritaði samninginn fyrir hönd Alþýðulýðveldisins og fór undirritunin fram í Þjóðmenningarhúsinu í dag klukkan þrjú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×