App vikunnar 5. janúar 2013 08:00 RunKeeper Á nýju ári strengja margir áramótaheit. Erfitt getur verið að halda þessi áramótaheit og drífa sig út að hlaupa ef engin hvatning er fyrir hendi nema aukakíló og slen. Þá er ráð að kynnast fjölmörgum æfinga- og hlaupaöppum fyrir snjallsíma. Endalaust úrval er af þessum öppum en hér er aðeins tekið fyrir eitt og er það RunKeeper, sem skráir upplýsingar um æfinguna þína um leið og þú ferð út að hlaupa, hjóla eða ganga. Appið virkir GPS-staðsetningarkerfi símans og merkir hlaupaleiðina inn á kort, skráir hversu hratt þú hljópst hvern kílómetra og mælir jafnvel brenndar kaloríur. Hlustir þú á tónlist á meðan þú hleypur lætur hvetjandi rödd þig reglulega vita hversu langt þú hefur hlaupið og á hversu löngum tíma. Appið er einfalt í notkun og krefst ekki neinna upplýsinga um þig nema tölvupóstfangs svo þú getir skráð þig inn sem notandi. Þú getur síðan stillt hverju þú deilir með öðrum notendum forritsins, sem telja meira en tólf milljónir manns um heim allan. Appið heldur síðan utan um allar æfingarnar þínar svo að hægt er að nálgast gömul hlaup og hlaupatíma aftur í tímann. Ef maður skráir sig síðan inn á vefsíðu RunKeeper má nálgast allar upplýsingar um hlaupin sín á vefnum. Einnig má skoða upplýsingar annarra notenda þar. Nýlega kynnti framleiðandi forritsins nýjung í uppfærslu þar sem hægt er að setja sér markmið. Appið lætur þig svo vita hversu vel þér gengur að ná settum markmiðum. Einnig má nálgast í nýrri uppfærslu appsins nokkrar æfingaáætlanir sem settar hafa verið saman af reyndum þjálfurum. Þar er appið búið að gera æfingadagskrá fyrir þig, fyrir næstu vikur og mánuði. Það er tilvalið fyrir þá sem til dæmis dreymir um að hlaupa 10 kílómetra, hálfmaraþon eða maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Fleiri álíka forrit má finna á verslunum snjallsímanna. Má þar nefna Endomondo, sem er einnig vinsælt meðal Íslendinga. Þar má til dæmis hlaupa eftir fyrir fram ákveðnum hlaupaleiðum sem notendur hafa skráð. Tækni Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
RunKeeper Á nýju ári strengja margir áramótaheit. Erfitt getur verið að halda þessi áramótaheit og drífa sig út að hlaupa ef engin hvatning er fyrir hendi nema aukakíló og slen. Þá er ráð að kynnast fjölmörgum æfinga- og hlaupaöppum fyrir snjallsíma. Endalaust úrval er af þessum öppum en hér er aðeins tekið fyrir eitt og er það RunKeeper, sem skráir upplýsingar um æfinguna þína um leið og þú ferð út að hlaupa, hjóla eða ganga. Appið virkir GPS-staðsetningarkerfi símans og merkir hlaupaleiðina inn á kort, skráir hversu hratt þú hljópst hvern kílómetra og mælir jafnvel brenndar kaloríur. Hlustir þú á tónlist á meðan þú hleypur lætur hvetjandi rödd þig reglulega vita hversu langt þú hefur hlaupið og á hversu löngum tíma. Appið er einfalt í notkun og krefst ekki neinna upplýsinga um þig nema tölvupóstfangs svo þú getir skráð þig inn sem notandi. Þú getur síðan stillt hverju þú deilir með öðrum notendum forritsins, sem telja meira en tólf milljónir manns um heim allan. Appið heldur síðan utan um allar æfingarnar þínar svo að hægt er að nálgast gömul hlaup og hlaupatíma aftur í tímann. Ef maður skráir sig síðan inn á vefsíðu RunKeeper má nálgast allar upplýsingar um hlaupin sín á vefnum. Einnig má skoða upplýsingar annarra notenda þar. Nýlega kynnti framleiðandi forritsins nýjung í uppfærslu þar sem hægt er að setja sér markmið. Appið lætur þig svo vita hversu vel þér gengur að ná settum markmiðum. Einnig má nálgast í nýrri uppfærslu appsins nokkrar æfingaáætlanir sem settar hafa verið saman af reyndum þjálfurum. Þar er appið búið að gera æfingadagskrá fyrir þig, fyrir næstu vikur og mánuði. Það er tilvalið fyrir þá sem til dæmis dreymir um að hlaupa 10 kílómetra, hálfmaraþon eða maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Fleiri álíka forrit má finna á verslunum snjallsímanna. Má þar nefna Endomondo, sem er einnig vinsælt meðal Íslendinga. Þar má til dæmis hlaupa eftir fyrir fram ákveðnum hlaupaleiðum sem notendur hafa skráð.
Tækni Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira