Forstjóri Google: "Vörur Facebook eru lélegar“ 18. janúar 2013 14:42 Larry Page, forstjóri Google. MYND/AFP Larry Page, forstjóri og annar stofnenda tæknirisans Google, segir að stjórnendur samskiptasíðunnar Facebook hafi staðið sig afar illa við þróun vefsíðunnar síðustu misseri. Page lét ummælin falla í viðtali við bandarísku tæknifréttasíðuna Wired, stuttu áður en Facebook opinberaði endurbætta leitarþjónustu sína. Með breytingunum sækir Facebook nú á markað Google. Page sagðist ekki vera hræddur við samkeppni frá Facebook. Þvert á móti sé það rétt þróun að samskiptasíðan leiti á þessi mið. „Ég kýs að hugsa ekki um málið þannig. Við hjá Google höfum átt í verulegum vandræðum með að skilgreina það hvernig notendur okkar deila persónulegum upplýsingum sínum, hvernig þeir kjósa að tjá sig á veraldarvefnum. Facebook hefur gert vel á þeim vettvangi. En þeir hafa engu að síður skilað af sér afar lélegri vöru," sagði Page. „Forsenda árangurs Google er ekki sú að öðru fyrirtæki mistakist. Við bjóðum einfaldlega upp á eitthvað allt annað og meira." Árangurssaga hins 39 ára gamla Larry Page er með ólíkindum. Hann stofnaði Google árið 1998 ásamt Sergey Brin en þeir voru þá nemendur við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. Á skömmum tíma varð Google eitt áhrifamesta tæknifyrirtæki veraldar. Í viðtalinu ræddi Page stuttlega um framtíðarhorfur Google. Hann lýsti því yfir að ómögulegt væri að gera ráð fyrir stigvaxandi vexti fyrirtækisins. „Stighækkandi þróun er úrelt," sagði Page. „Þá sérstaklega þegar litið er til tæknigeirans þar sem öruggt er að þróunin verður ekki fyrirsjáanleg." Þá fagnaði Page velgengni Android-stýrikerfisins. Hann minntist þess þegar Steve Jobs heitinn, fyrrverandi forstjóri Apple, sagðist ætla að fara í kjarnorkustríð gegn Android. „Og hversu vel hefur það stríð gengið?" svaraði Page. Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Larry Page, forstjóri og annar stofnenda tæknirisans Google, segir að stjórnendur samskiptasíðunnar Facebook hafi staðið sig afar illa við þróun vefsíðunnar síðustu misseri. Page lét ummælin falla í viðtali við bandarísku tæknifréttasíðuna Wired, stuttu áður en Facebook opinberaði endurbætta leitarþjónustu sína. Með breytingunum sækir Facebook nú á markað Google. Page sagðist ekki vera hræddur við samkeppni frá Facebook. Þvert á móti sé það rétt þróun að samskiptasíðan leiti á þessi mið. „Ég kýs að hugsa ekki um málið þannig. Við hjá Google höfum átt í verulegum vandræðum með að skilgreina það hvernig notendur okkar deila persónulegum upplýsingum sínum, hvernig þeir kjósa að tjá sig á veraldarvefnum. Facebook hefur gert vel á þeim vettvangi. En þeir hafa engu að síður skilað af sér afar lélegri vöru," sagði Page. „Forsenda árangurs Google er ekki sú að öðru fyrirtæki mistakist. Við bjóðum einfaldlega upp á eitthvað allt annað og meira." Árangurssaga hins 39 ára gamla Larry Page er með ólíkindum. Hann stofnaði Google árið 1998 ásamt Sergey Brin en þeir voru þá nemendur við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. Á skömmum tíma varð Google eitt áhrifamesta tæknifyrirtæki veraldar. Í viðtalinu ræddi Page stuttlega um framtíðarhorfur Google. Hann lýsti því yfir að ómögulegt væri að gera ráð fyrir stigvaxandi vexti fyrirtækisins. „Stighækkandi þróun er úrelt," sagði Page. „Þá sérstaklega þegar litið er til tæknigeirans þar sem öruggt er að þróunin verður ekki fyrirsjáanleg." Þá fagnaði Page velgengni Android-stýrikerfisins. Hann minntist þess þegar Steve Jobs heitinn, fyrrverandi forstjóri Apple, sagðist ætla að fara í kjarnorkustríð gegn Android. „Og hversu vel hefur það stríð gengið?" svaraði Page.
Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent