Handbolti

HM 2013: Stemningin magnast fyrir leikinn gegn Katar

Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar
Stuðningsmenn Íslands eru klárir í slaginn gegn Katar.
Stuðningsmenn Íslands eru klárir í slaginn gegn Katar. Mynd / Vilhelm
Lokaleikur íslenska handboltalandsliðsins í B-riðli heimsmeistaramótsins í Sevilla fer fram síðdegis. Talsverður fjöldi Íslendinga er á Spáni til þess að styðja við bakið á liðinu – og þar eru handboltaleikmenn úr ÍBV áberandi. Félagarnir eru í æfingaferð í Sevilla og nýta frítímann í að styðja Ísland.

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari hitti stuðningsmennina fyrir utan San Pablo keppnishöllina í dag þar sem að þeir voru að hita upp raddböndin og æfa söngatriðin. Eyjamennirnir keyptu sér ýmsar útgáfur af búningum hér í Sevilla og er ekki annað að sjá en að þeir hafi valið rétt.

Ísland mætir liði Katar og hefst leikurinn kl. 17.00 að íslenskum tíma. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og einnig verður hægt að fylgjast með á Boltavakt Vísis.

Mynd / Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×