Kaffitár í samstarf við Söguhring kvenna Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 16. október 2013 22:54 Það er von á nýju kaffipakkningunum frá Kaffitár eftir áramót. "Þetta var auðvitað rosalega gaman að sjá hvernig listasköpun skapar gleði og tengingar á milli þeirra sem taka þátt. Sköpun er leið til að tengja saman ólíka menningarheima.“ mynd/Flor Silva Kaffitár fékk til liðs við sig íslenskar og erlendar konur sem eru meðlimir í Söguhring kvenna, til þess að hanna nýjar umbúðir á kaffipakkningar fyrir fyrirtækið. Söguhringurinn (e. The Women's Story Circle) er samstarfsverkefni Samtaka kvenna af erlendum uppruna og Borgarbókasafnsins, verkefnið hefur verið í gangi síðustu fimm ár. Kristín R. Vilhjálmsdóttir sem er verkefnastjóri fjölmenningar á Borgarbókasafni, segir að auglýsingastofan sem sér um hönnun fyrir Kaffitár hafi haft samband við sig síðasta vor til að athuga hvort Söguhringurinn væri til í að vinna að hönnun kaffipakka. „Þau höfðu séð listaverk sem Söguhringurinn gerði 2011. Það verk var gjöf til Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og er orðið tákn fyrir fjölmenningu í Reykjavík. Listaverkið sýnir kort af Reykjavík og er með persónulegum táknum þeirra kvenna sem tóku þátt í að búa það til,“ segir Kristín. Kristín ákvað eftir að hafa ráðfært sig við Lilianne Vorstenbosch, myndlistakennara sem var leiðbeinandi við gerð fyrra verksins, að slá til. Konurnar byrjuðu á verkinu um miðjan ágúst og því var lokið um miðjan september. Listaverkið er Íslandskort með táknum kvennanna. Sum táknin eru persónuleg, sum tengjast heimalandi kvennanna en önnur Íslandi. Margar þessa kvenna hafa búið lengi á Íslandi og því er það þeim efst í huga. „Þetta eru allskonar tákn, blóm, dýr, kaffibollar og hvað sem hverri dettur í hug. Það má segja að með þessu verki sé heimsmenningin komin á landakortið,“ segir Kristín. Listaverkið hangir við Kaffitár á Þjóðminjasafni Íslands. Kaffitár gaf Söguhringnum styrk í staðinn fyrir vinnuna og hann verður nýttur í áframhaldandi starf Söguhringsins. „Á næstunni ætlum við að leggja áherslu á leiklist.“ Það er von á nýju kaffipakkningunum frá Kaffitár eftir áramót. „Þetta var auðvitað rosalega gaman að sjá hvernig listasköpun skapar gleði og tengingar á milli þeirra sem taka þátt. Sköpun er leið til að tengja saman ólíka menningarheima.“ "Þetta er ótrúlega flott framlag allra þeirra sem tóku þátt, konurnar lögðu allar sitt að mörkum til að gera þetta sem fallegast og allar konurnar eru með áhugaverða og persónulega sögu á bak við sitt tákn," segir Kristín. Mest lesið Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Sjá meira
Kaffitár fékk til liðs við sig íslenskar og erlendar konur sem eru meðlimir í Söguhring kvenna, til þess að hanna nýjar umbúðir á kaffipakkningar fyrir fyrirtækið. Söguhringurinn (e. The Women's Story Circle) er samstarfsverkefni Samtaka kvenna af erlendum uppruna og Borgarbókasafnsins, verkefnið hefur verið í gangi síðustu fimm ár. Kristín R. Vilhjálmsdóttir sem er verkefnastjóri fjölmenningar á Borgarbókasafni, segir að auglýsingastofan sem sér um hönnun fyrir Kaffitár hafi haft samband við sig síðasta vor til að athuga hvort Söguhringurinn væri til í að vinna að hönnun kaffipakka. „Þau höfðu séð listaverk sem Söguhringurinn gerði 2011. Það verk var gjöf til Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og er orðið tákn fyrir fjölmenningu í Reykjavík. Listaverkið sýnir kort af Reykjavík og er með persónulegum táknum þeirra kvenna sem tóku þátt í að búa það til,“ segir Kristín. Kristín ákvað eftir að hafa ráðfært sig við Lilianne Vorstenbosch, myndlistakennara sem var leiðbeinandi við gerð fyrra verksins, að slá til. Konurnar byrjuðu á verkinu um miðjan ágúst og því var lokið um miðjan september. Listaverkið er Íslandskort með táknum kvennanna. Sum táknin eru persónuleg, sum tengjast heimalandi kvennanna en önnur Íslandi. Margar þessa kvenna hafa búið lengi á Íslandi og því er það þeim efst í huga. „Þetta eru allskonar tákn, blóm, dýr, kaffibollar og hvað sem hverri dettur í hug. Það má segja að með þessu verki sé heimsmenningin komin á landakortið,“ segir Kristín. Listaverkið hangir við Kaffitár á Þjóðminjasafni Íslands. Kaffitár gaf Söguhringnum styrk í staðinn fyrir vinnuna og hann verður nýttur í áframhaldandi starf Söguhringsins. „Á næstunni ætlum við að leggja áherslu á leiklist.“ Það er von á nýju kaffipakkningunum frá Kaffitár eftir áramót. „Þetta var auðvitað rosalega gaman að sjá hvernig listasköpun skapar gleði og tengingar á milli þeirra sem taka þátt. Sköpun er leið til að tengja saman ólíka menningarheima.“ "Þetta er ótrúlega flott framlag allra þeirra sem tóku þátt, konurnar lögðu allar sitt að mörkum til að gera þetta sem fallegast og allar konurnar eru með áhugaverða og persónulega sögu á bak við sitt tákn," segir Kristín.
Mest lesið Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Sjá meira