Viðskipti innlent

Rætt um skuldavanda Evrópuríkja og framtíð evrunnar

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir hádegisverðarfundi þann 19. febrúar þar sem skuldavandi Evrópuríkja verður til umræðu.

Frummælandi verður Peter Bekx, yfirmaður alþjóðlegra efnahags- og fjármála hjá framkvæmdastjórn ESB og lykilmaður í mótun viðbragða ESB vegna skuldavanda evruríkjanna. Hann fjallar m.a. um breytingarnar á hagstjórn evrusvæðisins frá 2009, stöðuna í dag og hvernig hún gæti orðið eftir tvö ár með tilliti til stöðugleika og trúverðugleika evrunnar.

Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, tekur þátt í pallborðsumræðum en fundarstjóri verður Sigríður Mogensen, hagfræðingur. Fundurinn fer fram í Sunnusal Hótels Sögu þann þriðjudaginn 19. febrúar og hefst klukkan 12.

Nánari upplýsingar um fundinn má sjá á heimasíðu félagsins þar sem skráning fer fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×