Útsýnisturn King Kong skráður á markað 31. maí 2013 08:53 Eitt þekktasta kennileiti New York borgar, Empire State Building, verður skráð á markað á næstunni. Þetta kemur fram í frétt á Reuters. Raunar átti að skrá þennan skýjakljúf á markað árið 2011 en þau áform voru stöðvuð af minnihluta eigenda hans. Nú hafa hinsvegar 80% eigendanna samþykkt skráninguna. Empire State Building var opnuð almenningi árið 1931 en uppúr miðri síðustu öld var eignarhaldi á skýjakljúfnum skipt upp í 3.300 hluti og var hver þeirra seldur á 10.000 dollara. Í dag er verðmæti hvers hlutar hinsvegar talið nema um 320.000 dollurum. Í heild er verðmæti Empire State Building því um 130 milljarðar kr. Empire State Building er 102 hæðir og var hæsta bygging heimsins á sínum tíma. Eftir að þekkt kvikmynd var frumsýnd skömmu eftir að lokið var við að byggja skýjakljúfinn fékk hann viðurnefnið útsýnisturn King Kong. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Eitt þekktasta kennileiti New York borgar, Empire State Building, verður skráð á markað á næstunni. Þetta kemur fram í frétt á Reuters. Raunar átti að skrá þennan skýjakljúf á markað árið 2011 en þau áform voru stöðvuð af minnihluta eigenda hans. Nú hafa hinsvegar 80% eigendanna samþykkt skráninguna. Empire State Building var opnuð almenningi árið 1931 en uppúr miðri síðustu öld var eignarhaldi á skýjakljúfnum skipt upp í 3.300 hluti og var hver þeirra seldur á 10.000 dollara. Í dag er verðmæti hvers hlutar hinsvegar talið nema um 320.000 dollurum. Í heild er verðmæti Empire State Building því um 130 milljarðar kr. Empire State Building er 102 hæðir og var hæsta bygging heimsins á sínum tíma. Eftir að þekkt kvikmynd var frumsýnd skömmu eftir að lokið var við að byggja skýjakljúfinn fékk hann viðurnefnið útsýnisturn King Kong.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira