Viðskipti innlent

Arion banki gefur út nýtt kort í samvinnu við Icelandair

Elísabet Grétarsdóttir forstöðumaður markaðsdeildar Arion banka, Helgi Bjarnason framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, Helgi Már Björgvinsson framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Icelandair og Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir forstöðumaður Icelandair Saga Club.
Elísabet Grétarsdóttir forstöðumaður markaðsdeildar Arion banka, Helgi Bjarnason framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, Helgi Már Björgvinsson framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Icelandair og Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir forstöðumaður Icelandair Saga Club.

Í dag hefur Arion banki  útgáfu á MasterCard World Elite kortum sem veita handhöfum víðtæk ferðatengd fríðindi. Kortin eru gefin út í samstarfi við Icelandair en Arion banki og Icelandair undirrituðu nýlega samstarfssamning þar um.

MasterCard World Elite kortið veitir handhöfum fleiri Vildarpunkta en nokkuð annað kreditkort auk þess sem punktar safnast af notkun bæði innanlands og erlendis. Korthafar fá aðgang að Saga Lounge og flýtiinnritun í Leifsstöð auk þess sem þeir njóta margvíslegra annarra fríðinda.

Korthafar MasterCard World Elite safna 15 punktum fyrir hverjar 1.000 krónur af allri innlendri og erlendri veltu og fá þar að auki 10.000 Vildarpunkta strax við stofnun kortsins og 5.000 Vildarpunkta við hverja endurnýjun.

MasterCard World Elite kortinu fylgja einnig kortastig sem leggjast inn á Saga Club reikning korthafa. Fjöldi kortastiga ræður því hvort korthafar fá Saga Gold eða Saga Silver kort hjá Icelandair og eru þeim mikilvæg sem fljúga mikið með Icelandair. Strax við stofnun MasterCard World Elite kortsins fær korthafi 8.000 kortastig inn á sinn Saga Club reikning og svo 6.000 kortastig á hverju ári við endurnýjun kortsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×