Forskot Rhein-Neckar Löwen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik er aðeins eitt stig eftir leiki kvöld. Löwen missteig sig gegn TuS N-Lübbecke í kvöld.
Leikur liðanna var æsispennandi og endaði 24-24. Lübbecke hefði getað unnið leikinn en Zarko Sesum varði lokaskot leiksins. Alexander Petersson var markahæstur í liði Löwen með sjö mörk.
Á sama tíma vann Kiel auðveldan sigur á Hannover-Burgdorf, 39-29. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel og Aron Pálmarsson eitt.
Flensburg lagði svo Ademar Leon, 27-22, í Meistaradeildinni. Ólafur Gústafsson lék með Flensburg í kvöld en var ekki í hópi markahæstu manna. Flensburg er á toppi riðilsins með 14 stig..
Flensburg mætir Medvedi í lokaumferðinni en rússneska liðið er með tólf stig.
Löwen að gefa eftir
