Viðskipti innlent

Spáir því að verðbólgan minnki í 4,3%

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan muni minnka töluvert í mars eða úr 4,8% og í 4,3%.

Í Hagsjá deildarinnar segir m.a, að verð á bensíni hafi lækkað um 3,7% milli mánaða. Þar fer saman lækkandi heimsmarkaðsverð á olíu og sterkara gengi krónunnar.

Gengi krónunnar hefur styrkst um 5% á móti evru á milli mælinga Hagstofunnar. Gert er ráð fyrir að hluti þeirrar styrkingar komi fram í mælingunni nú í mars en áhrifin muni koma fram að fullu leyti á næstu mánuðum haldist gengi krónunnar stöðugt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×