Viðskipti innlent

365 miðlar semja við Gagnaveituna um ljósleiðarann

365 miðlar hafa undirritað samning við Gagnaveitu Reykjavíkur sem gerir 365 miðlum kleift að bjóða viðskiptavinum sínum upp á fjarskiptaþjónustu um Ljósleiðara Gagnaveitunnar.

Í tilkynningu segir að þar með geta 365 miðlar boðið viðskiptavinum sínum upp á bestu fáanlegu nettengingu sem völ er á.

„Ástæða þess að 365 miðlar semja við Gagnaveituna er sú staðreynd að Ljósleiðarinn er öflugasta nettenging sem hægt er að fá í dag og samningurinn er stór liður í uppbyggingu fjarskiptaþjónustu okkar til framtíðar," segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla í tilkynningunni.

„Með tilkomu Ljósleiðarans verður hægt að bjóða upp á afþreyingu í mun meiri gæðum en áður og möguleikar, þegar kemur að vöruframboði og þjónustu, aukast til muna." segir Ari ennfremur.

„Gagnaveitan fagnar innkomu 365 miðla á fjarskiptamarkaðinn. Með því eykst samkeppni á Ljósleiðara GR enn frekar, viðskiptavinum til heilla," segir Birgir Rafn Þráinsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur.

„Þetta er ánægjuleg viðbót við þá þjónustu sem býðst um Ljósleiðarann. Nú fá viðskiptavinir okkar enn fleiri valkosti um þjónustu þar sem yfirburðir gagnaflutningsgetu Ljósleiðarans nýtast til hins ýtrasta," segir Birgir ennfremur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×