Viðskipti innlent

Íslensku milljarðamæringarnir horfnir

Síðasti íslenski milljarðamæringurinn. Þessi er þó floginn frá Íslandi.
Síðasti íslenski milljarðamæringurinn. Þessi er þó floginn frá Íslandi.
Milljarðamæringar búsettir á Íslandi eru horfnir samkvæmt þýska fréttablaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung (FAZ). Þar er vitnað í tölfræði frá árinu 2008, rétt fyrir íslenska efnahagshrunið, en þá reiknuðust mönnum til að hér á landi væru sex miljarðamæringar.

Þannig er Björgólfur Guðmundsson sérstaklega nefndur til sögunnar í greininni, enda var hann heimsþekktur sem eigandi breska knattspyrnuliðsins West Ham þegar best gekk.

Eins er Jón Ásgeir Jóhannesson nefndur til sögunnar sem einn af hinum horfnu milljarðamæringum - og þeir Björgólfur eru nefndir sem táknrænar persónur fyrir umbreytingu Íslands úr fiskveiðisamfélagi í viðskiptasamfélag.

Eins og kunnugt er þá varð Björgólfur gjaldþrota skömmu eftir hrun og Jón Ásgeir var dæmdur á dögunum í Hæstarétti í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi, meðal annars fyrir skattalagabrot.

Í greininni kemur hinsvegar fram að einn af þessum sex einstaklingum sé enn milljarðamæringur - sem er Björgólfur Thor Björgólfsson. Hann er aftur á móti búsettur í Bretlandi og því staðreynd að enginn milljarðamæringur er búsettur hér á landi þessa dagana.

Grein FAZ má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×