Lífið

Hljóðbrot úr lagi OMAM fyrir Hungurleikana komið á netið

OMAM samdi lagið Silhouettes fyrir kvikmyndina The Hunger Games: Catching Fire.
OMAM samdi lagið Silhouettes fyrir kvikmyndina The Hunger Games: Catching Fire. Nordicphotos/getty
„Við tókum lagið upp í stúdíói í Tennessee í Bandaríkjunum þegar við vorum þar í sumar og aðstandendur myndarinnar voru mjög hrifnir af því. Þetta er mikill heiður fyrir okkur og ein af mínum uppáhalds hljómsveitum, The National, er einmitt líka með lag í myndinni, ásamt Coldplay,“ sagði Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters and Men í viðtali við Fréttablaðið í lok september. Þá skýrði hún frá því að sveitin ætti lag í kvikmyndinni The Hunger Games: Catching Fire.

Sveitin samdi lagið Silhouettes fyrir kvikmyndina, sem var frumflutt á vefsíðu MTV í dag þar sem er einnig að finna viðtal við Ragnar Þórhallsson söngvara.

Aðrar sveitir sem eiga lag í kvikmyndinni eru sem fyrr getur The National og Coldplay en einnig Lorde, Ellie Goulding, Sia, Patti Smith og Christina Aguilera.

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á Silhouettes og horfa á sýnishorn úr myndinni. Hún verður tekin til sýninga á Íslandi 22. nóvember.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.