Viðskipti innlent

Hornsteinn hafnarhverfisins rís

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Framkvæmdir á fullu Þetta er sjón sem eflaust hressir marga sem buguðust í svartnætti efnahagskrísunnar.fréttablaðið/gva
Framkvæmdir á fullu Þetta er sjón sem eflaust hressir marga sem buguðust í svartnætti efnahagskrísunnar.fréttablaðið/gva
Eflaust kætast margir vegfarendur í borginni við að sjá nýbyggingar teygja sig mót himni á ný eftir ládeyðuna sem fylgdi hruninu. Við Mýrargötu 26 rís þessi sjö hæða íbúðabygging en Óskar Rúnar Harðarson, framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Mikluborgar, segir hana marka upphaf fyrsta alvöru hafnarhverfisins í Reykjavík.

„Þarna verða menn hálfhreistraðir við sjóinn en á sama tíma eru þeir stutt frá allri þjónustu og mannlífi miðbæjarins sem mun nú líka teygja sig að sjávarsíðunni,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×