Olíufélög gagnrýna skamman fyrirvara Haraldur Guðmundsson skrifar 1. nóvember 2013 07:00 Olíubirgðastöð Skeljungur hefur óskað eftir leyfi til að reisa etanóltank í Örfirisey. Fréttablaðið/GVA „Þetta er alltof stuttur fyrirvari og við getum í fyrsta lagi lokið breytingum á okkar búnaði næsta vor,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Hún vísar þar til nýrra laga sem taka gildi um áramót og skylda olíufélögin til að tryggja að minnst 3,5 prósent af eldsneytissölu verði af endurnýjanlegum uppruna. Lögin um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi voru samþykkt á Alþingi í mars síðastliðnum og samkvæmt þeim á hlutfallið að hækka upp í fimm prósent við ársbyrjun 2015. „Þau áttu upphaflega að taka gildi í janúar 2015 en þessu var flýtt til næstu áramóta. Það þýðir að við þurfum að fara í töluverðar breytingar á birgðastöð okkar til að geta blandað etanóli í bensín og lífdísil í dísilolíu. Þetta eru miklar breytingar á stuttum tíma og það hlýtur að þjóna hagsmunum allra, sér í lagi neytenda, að það sé vandað til verka,“ segir Guðrún. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, tekur í sama streng og segir aðlögunartímann of stuttan. „Okkur finnst óskynsamlegt hvað menn ætlast til að þetta sé gert hratt. Þessi efni eins og etanól og lífdísill geta verið hættuleg heilsu fólks og umhverfinu og þessi skammi aðlögunartími krefst þess að við þurfum fara í framkvæmdir á birgðastöðvum og bensínstöðvum hraðar en við teljum skynsamlegt með tilliti til öryggis og umhverfismála,“ segir Einar. Hann segir Skeljung hafa óskað eftir heimild til að reisa etanóltank við olíubirgðastöðina í Örfirisey, svo fyrirtækið geti starfað innan ramma nýju laganna. „Við höfum ekki fengið byggingarleyfi fyrir þeirri framkvæmd. Meðal annars vegna þess að opinberir aðilar eins og slökkviliðið vita ekki hvernig á að kljást við mögulega eldhættu. En það er eðlilegt að þeir þurfi sinn tíma til að kynna sér málin en á meðan þurfum við að útfæra leiðir til að geta starfað eftir lögunum,“ segir Einar. Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, segir það rétt að aðlögunartíminn hafi upphaflega átt að vera tvö ár. „Þegar lagafrumvarpið kom til umfjöllunar hjá atvinnuveganefnd Alþingis á sínum tíma ákvað nefndin hins vegar að miða við næstu áramót og innan hennar var þverpólítisk sátt um niðurstöðuna,“ segir Þórir. Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
„Þetta er alltof stuttur fyrirvari og við getum í fyrsta lagi lokið breytingum á okkar búnaði næsta vor,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Hún vísar þar til nýrra laga sem taka gildi um áramót og skylda olíufélögin til að tryggja að minnst 3,5 prósent af eldsneytissölu verði af endurnýjanlegum uppruna. Lögin um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi voru samþykkt á Alþingi í mars síðastliðnum og samkvæmt þeim á hlutfallið að hækka upp í fimm prósent við ársbyrjun 2015. „Þau áttu upphaflega að taka gildi í janúar 2015 en þessu var flýtt til næstu áramóta. Það þýðir að við þurfum að fara í töluverðar breytingar á birgðastöð okkar til að geta blandað etanóli í bensín og lífdísil í dísilolíu. Þetta eru miklar breytingar á stuttum tíma og það hlýtur að þjóna hagsmunum allra, sér í lagi neytenda, að það sé vandað til verka,“ segir Guðrún. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, tekur í sama streng og segir aðlögunartímann of stuttan. „Okkur finnst óskynsamlegt hvað menn ætlast til að þetta sé gert hratt. Þessi efni eins og etanól og lífdísill geta verið hættuleg heilsu fólks og umhverfinu og þessi skammi aðlögunartími krefst þess að við þurfum fara í framkvæmdir á birgðastöðvum og bensínstöðvum hraðar en við teljum skynsamlegt með tilliti til öryggis og umhverfismála,“ segir Einar. Hann segir Skeljung hafa óskað eftir heimild til að reisa etanóltank við olíubirgðastöðina í Örfirisey, svo fyrirtækið geti starfað innan ramma nýju laganna. „Við höfum ekki fengið byggingarleyfi fyrir þeirri framkvæmd. Meðal annars vegna þess að opinberir aðilar eins og slökkviliðið vita ekki hvernig á að kljást við mögulega eldhættu. En það er eðlilegt að þeir þurfi sinn tíma til að kynna sér málin en á meðan þurfum við að útfæra leiðir til að geta starfað eftir lögunum,“ segir Einar. Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, segir það rétt að aðlögunartíminn hafi upphaflega átt að vera tvö ár. „Þegar lagafrumvarpið kom til umfjöllunar hjá atvinnuveganefnd Alþingis á sínum tíma ákvað nefndin hins vegar að miða við næstu áramót og innan hennar var þverpólítisk sátt um niðurstöðuna,“ segir Þórir.
Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira