Viðskipti innlent

Útgáfudögum DV fækkar

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
DV stofnar héraðsvefmiðil í áskrift fyrir Suðurnesjamenn.
DV stofnar héraðsvefmiðil í áskrift fyrir Suðurnesjamenn.
Útgáfudögum DV verður fækkað úr þremur í tvo á viku samkvæmt tilkynningu frá stjórnendum blaðsins í dag. Mun blaðið frá og með desembermánuði aðeins koma út sem vikublað annars vegar á þriðjudögum og sem helgarblað.

Í tilkynningu frá DV segir meðal annars að „mánudags- og miðvikudagsblöð DV verða sameinuð í stærra vikublað sem kemur út á þriðjudögum. Með sameiningunni verður engin fækkun á útgefnum prentsíðum hjá DV, þar sem sameinað blað verður hátt í tvöfalt stærra en blöðin í sitt hvoru lagi, auk þess sem helgarblað DV verður stækkað."

Þá verður sérstakur héraðsféttavefur DV verða stofnaður í nóvember. Um er að ræða Um er að ræða fréttavef fyrir Suðurnesjamenn með fréttum af fólki og atburðum í heimahéraði. Í tilkynningunni segir um héraðsvefáskrift að DV geti boðið áskriftina á lágu verði, af þeirri ástæðu að hægt er að koma efni til lesenda án prent- og dreifingarkostnaðar.

DV segist með þessum breytingum vilja raða efninum fram yfir formið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×