Hvernig hafa strákarnir okkar komist á ÓL í gegnum tíðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2012 15:30 Mynd/AFP Íslenska karlalandsliðið stendur í stórræðum um páskana þar sem liðið mun reyna að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í London sem fara fram í haust. Ísland hefur verið með sex Ólympíuleikunum en getur nú komist inn á þriðju leikana í röð. Íslensku strákarnir spila fyrsta leikinn sinn í forkeppninni á móti Síle í kvöld en í riðlinum eru einnig Japanar og gestgjafar Króata. Íslenska liðið ætti að geta tryggt sér farseðilinn til London áður en kemur að lokaleiknum við hið geysisterka lið Króata því fyrstu tveir leikir liðsins eru á móti Síle og Japan. Hér fyrir neðan má finna stutta samantekt á því hvernig íslenska landsliðið hefur tryggt sér sæti á þeim Ólympíuleikunum í gegnum tíðina eða allt frá því að Ísland var fyrst með á ÓL í í München árið 1972.ÓL 1972 í München í Vestur-Þýskalandi Íslenska liðið tók þátt í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fór á Spáni og var í riðli með Finnlandi, Noregi og Belgíu. Íslenska liðið varð fyrir áfalli með því að gera 10-10 jafntefli við Finna í fyrsta leik, en vann síðan Belgíu 31-10 og tryggði sér sæti í milliriðli með því að gera 14-14 jafntefli við Norðmenn. Íslenska liðið vann síðan báða leiki sína í milliriðlinum, á móti Austurríki (25-19) og Búlgaríu (19-10) og var þar með komið til München. Ísland endaði síðan í 3. sæti í forkeppninni með því að vinna 21-19 sigur á Pólverjum í bronsleiknum.ÓL 1984 í Los Angeles í Bandaríkjunum Ísland komst ekki á ÓL 1976 og Ól 1980 og það leit einnig út fyrir að liðið væri búið að missa af Ól 1984 þegar liðið náði aðeins sjöunda sæti á b-keppninni í Hollandi 1983. Tvær efstu þjóðirnar í b-keppninni áttu að komast á ÓL en tveimur mánuðum fyrir leikana fékk íslenska landsliðið farseðil til Los Angeles eftir að Sovétríkin, Tékkóslóvakía, Austur-Þýskaland, Pólland og Ungverjaland höfðu ákveðið að senda ekki sína íþróttamenn til Bandaríkjanna.Ól 1988 í Seoul í Suður-Kóreu Íslenska landsliðið tryggði sér sæti á ÓL í Seoul með því að ná sjötta sætinu á HM í Sviss 1986. Sætið var í höfn eftir að strákarnir unnu glæsilegan 25-16 sigur á Dönum í milliriðlinum en íslenska liðið tapaði að lokum fyrir Svíum í leiknum um fimmta sætið. Íslenska landsliðið var því í fyrsta sinn inn á tveimur Ólympíuleikum í röð.ÓL 1992 í Barcelona á Spáni Líkt og átta árum fyrr virtist Ólympíudraumur íslenska landsliðsins vera dáinn eftir að íslenska liðið tapaði fyrir Frökkum í leiknum um níunda sætið á HM í Tékkóslóvakíu 1990. Ísland var hinsvegar fyrsta varaþjóð inn á ÓL í Barcelona og var í viðbragðsstöðu eftir að stríðið braust út í Júgóslavíu. Það réðst síðan ekki fyrr en þremur dögum fyrir leikana að íslenska handboltalandsliðið yrði með. Júgóslavar máttu taka þátt í einstaklingskeppnunum en ekki í liðakeppni og þess vegna tók íslenska landsliðið sæti Júgóslavíu í handboltakeppni leikanna.ÓL 2004 í Aþenu í Grikklandi Íslenska landsliðið tryggði sér farseðilinn til Aþenu með því að vinna Júgóslava 32-27 í leiknum um sjöunda sætið á HM í Portúgal 2003. Ísland hafði þá misst af tveimur Ólympíuleikum í röð og það var stór stund fyrir marga leikmenn liðsins að tryggja sér sætið til Aþenu. Guðmundur Hrafnkelsson varði 24 skot í leiknum þar af 3 víti og Ólafur Stefánsson skoraði 11 mörk.Ól 2008 í Peking í Kína Íslenska landsliðið hafði betur í forkeppni Ólympíuleikanna sem fór fram í Póllandi. Ísland var í riðli með Argentínu, gestgjöfum Póllands og svo Svíum. Eftir öruggan 9 marka sigur á Argentínu og sex marka tap fyrir Póllandi var ljóst að Ísland og Svíþjóð myndu spila hreinan úrslitaleik um farseðilinn til Peking. Íslensku strákarnir tryggði sér sætið með því að vinna Svía 29-25 og voru því búnir að sjá til þess að sænska landsliðið missti bæði af Hm 2007 og Ól 2008. Hreiðar Levý Guðmundsson varði 20 skot frá Svíum þar af 2 víti.ÓL 2012 í London í Englandi Íslenska landsliðið spilar í riðli með Síle, Japan og gestgjöfum Króata í forkeppninni og tvö efstu liðin tryggja sér farseðilinn til London.Mynd/Nordic Photos/Getty Handbolti Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Styrkir til VÍK Sport Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Fleiri fréttir Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið stendur í stórræðum um páskana þar sem liðið mun reyna að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í London sem fara fram í haust. Ísland hefur verið með sex Ólympíuleikunum en getur nú komist inn á þriðju leikana í röð. Íslensku strákarnir spila fyrsta leikinn sinn í forkeppninni á móti Síle í kvöld en í riðlinum eru einnig Japanar og gestgjafar Króata. Íslenska liðið ætti að geta tryggt sér farseðilinn til London áður en kemur að lokaleiknum við hið geysisterka lið Króata því fyrstu tveir leikir liðsins eru á móti Síle og Japan. Hér fyrir neðan má finna stutta samantekt á því hvernig íslenska landsliðið hefur tryggt sér sæti á þeim Ólympíuleikunum í gegnum tíðina eða allt frá því að Ísland var fyrst með á ÓL í í München árið 1972.ÓL 1972 í München í Vestur-Þýskalandi Íslenska liðið tók þátt í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fór á Spáni og var í riðli með Finnlandi, Noregi og Belgíu. Íslenska liðið varð fyrir áfalli með því að gera 10-10 jafntefli við Finna í fyrsta leik, en vann síðan Belgíu 31-10 og tryggði sér sæti í milliriðli með því að gera 14-14 jafntefli við Norðmenn. Íslenska liðið vann síðan báða leiki sína í milliriðlinum, á móti Austurríki (25-19) og Búlgaríu (19-10) og var þar með komið til München. Ísland endaði síðan í 3. sæti í forkeppninni með því að vinna 21-19 sigur á Pólverjum í bronsleiknum.ÓL 1984 í Los Angeles í Bandaríkjunum Ísland komst ekki á ÓL 1976 og Ól 1980 og það leit einnig út fyrir að liðið væri búið að missa af Ól 1984 þegar liðið náði aðeins sjöunda sæti á b-keppninni í Hollandi 1983. Tvær efstu þjóðirnar í b-keppninni áttu að komast á ÓL en tveimur mánuðum fyrir leikana fékk íslenska landsliðið farseðil til Los Angeles eftir að Sovétríkin, Tékkóslóvakía, Austur-Þýskaland, Pólland og Ungverjaland höfðu ákveðið að senda ekki sína íþróttamenn til Bandaríkjanna.Ól 1988 í Seoul í Suður-Kóreu Íslenska landsliðið tryggði sér sæti á ÓL í Seoul með því að ná sjötta sætinu á HM í Sviss 1986. Sætið var í höfn eftir að strákarnir unnu glæsilegan 25-16 sigur á Dönum í milliriðlinum en íslenska liðið tapaði að lokum fyrir Svíum í leiknum um fimmta sætið. Íslenska landsliðið var því í fyrsta sinn inn á tveimur Ólympíuleikum í röð.ÓL 1992 í Barcelona á Spáni Líkt og átta árum fyrr virtist Ólympíudraumur íslenska landsliðsins vera dáinn eftir að íslenska liðið tapaði fyrir Frökkum í leiknum um níunda sætið á HM í Tékkóslóvakíu 1990. Ísland var hinsvegar fyrsta varaþjóð inn á ÓL í Barcelona og var í viðbragðsstöðu eftir að stríðið braust út í Júgóslavíu. Það réðst síðan ekki fyrr en þremur dögum fyrir leikana að íslenska handboltalandsliðið yrði með. Júgóslavar máttu taka þátt í einstaklingskeppnunum en ekki í liðakeppni og þess vegna tók íslenska landsliðið sæti Júgóslavíu í handboltakeppni leikanna.ÓL 2004 í Aþenu í Grikklandi Íslenska landsliðið tryggði sér farseðilinn til Aþenu með því að vinna Júgóslava 32-27 í leiknum um sjöunda sætið á HM í Portúgal 2003. Ísland hafði þá misst af tveimur Ólympíuleikum í röð og það var stór stund fyrir marga leikmenn liðsins að tryggja sér sætið til Aþenu. Guðmundur Hrafnkelsson varði 24 skot í leiknum þar af 3 víti og Ólafur Stefánsson skoraði 11 mörk.Ól 2008 í Peking í Kína Íslenska landsliðið hafði betur í forkeppni Ólympíuleikanna sem fór fram í Póllandi. Ísland var í riðli með Argentínu, gestgjöfum Póllands og svo Svíum. Eftir öruggan 9 marka sigur á Argentínu og sex marka tap fyrir Póllandi var ljóst að Ísland og Svíþjóð myndu spila hreinan úrslitaleik um farseðilinn til Peking. Íslensku strákarnir tryggði sér sætið með því að vinna Svía 29-25 og voru því búnir að sjá til þess að sænska landsliðið missti bæði af Hm 2007 og Ól 2008. Hreiðar Levý Guðmundsson varði 20 skot frá Svíum þar af 2 víti.ÓL 2012 í London í Englandi Íslenska landsliðið spilar í riðli með Síle, Japan og gestgjöfum Króata í forkeppninni og tvö efstu liðin tryggja sér farseðilinn til London.Mynd/Nordic Photos/Getty
Handbolti Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Styrkir til VÍK Sport Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Fleiri fréttir Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Sjá meira