Komu Arnórs í heiminn flýtt svo Atli kæmist á ÓL Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. janúar 2012 08:00 Árið 1984 mun seint renna Atla Hilmarssyni úr minni. Þá eignaðist hann sitt fyrsta barn, fór á ÓL og spilaði svo í þýsku úrvalsdeildinni. Mynd//Anton Sú staða sem Snorri Steinn Guðjónsson er í þessa dagana er ekki ný hjá íslenska handboltalandsliðinu. Snorri getur ekki tekið þátt í undirbúningi landsliðsins fyrir EM þar sem hann bíður eftir því að konan hans fæði þeim barn. Þegar liðsfélagi Snorra hjá AG og landsliðinu, Arnór Atlason, kom í heiminn árið 1984 lá mikið við því faðir Arnórs, Atli Hilmarsson, átti að fara á Ólympíuleikana í Los Angeles með landsliðinu en hann vildi heldur ekki missa af fæðingu frumburðarins. Atli og fjölskylda voru komin til Þýskalands þar sem hann var búinn að semja við úrvalsdeildarliðið Bergkamen. Ísland komst bakdyramegin inn á leikana tveim mánuðum áður en þeir byrjuðu og þá þurfti að breyta ýmsum plönum. Arnór er fæddur átta dögum fyrir fyrsta leik íslenska liðsins á Ólympíuleikunum en ákveðið var að flýta keisaraskurði svo Atli kæmist með landsliðinu til Bandaríkjanna. „Það var alltaf klárt að það þurfti að taka Arnór með keisaraskurði. Mamma hans var fullgengin og allt í góðu. Fæðingunni var samt flýtt um nokkra daga svo ég kæmist á leikana. Á leikana fór ég daginn eftir að Arnór fæddist og náði að komast með liðinu út. Þetta er náttúrlega fáránlegt og myndi aldrei gerast í dag," sagði Atli er hann rifjar upp þennan eftirminnilega viðburð í sínu lífi. „Ég fór í burtu frá þeim í þrjár vikur með einhverja eina mynd með mér. Þetta var ansi viðburðaríkur tími því þegar ég kem heim fór ég í móttöku á Bessastöðum til forsetans, svo var Arnór skírður og degi síðar er ég farinn til Þýskalands. Þegar við förum aftur út er Arnór orðinn rúmlega þriggja vikna og ég búinn að sjá hann tvisvar," sagði Atli en dvölin í Bandaríkjunum var honum ekki auðveld. „Ég var engan veginn í sambandi. Það var ekkert Skype og GSM-símar á þessum tíma. Ég þurfti að fara í eitthvert símaver til þess að hringja heim. Þetta var alveg fáránlegt," sagði Atli sem er einn af bestu leikmönnum landsliðsins frá upphafi. Þrátt fyrir erfiða stöðu gekk honum vel á leikunum og var næstmarkahæstur í íslenska liðinu. „Þetta er auðvitað skemmtileg minning í dag fyrst að þetta fór vel. Ég myndi samt ekki mæla með þessu fyrir neina fjölskyldu. Þessi saga sýnir samt hvað tímarnir hafa breyst mikið." Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira
Sú staða sem Snorri Steinn Guðjónsson er í þessa dagana er ekki ný hjá íslenska handboltalandsliðinu. Snorri getur ekki tekið þátt í undirbúningi landsliðsins fyrir EM þar sem hann bíður eftir því að konan hans fæði þeim barn. Þegar liðsfélagi Snorra hjá AG og landsliðinu, Arnór Atlason, kom í heiminn árið 1984 lá mikið við því faðir Arnórs, Atli Hilmarsson, átti að fara á Ólympíuleikana í Los Angeles með landsliðinu en hann vildi heldur ekki missa af fæðingu frumburðarins. Atli og fjölskylda voru komin til Þýskalands þar sem hann var búinn að semja við úrvalsdeildarliðið Bergkamen. Ísland komst bakdyramegin inn á leikana tveim mánuðum áður en þeir byrjuðu og þá þurfti að breyta ýmsum plönum. Arnór er fæddur átta dögum fyrir fyrsta leik íslenska liðsins á Ólympíuleikunum en ákveðið var að flýta keisaraskurði svo Atli kæmist með landsliðinu til Bandaríkjanna. „Það var alltaf klárt að það þurfti að taka Arnór með keisaraskurði. Mamma hans var fullgengin og allt í góðu. Fæðingunni var samt flýtt um nokkra daga svo ég kæmist á leikana. Á leikana fór ég daginn eftir að Arnór fæddist og náði að komast með liðinu út. Þetta er náttúrlega fáránlegt og myndi aldrei gerast í dag," sagði Atli er hann rifjar upp þennan eftirminnilega viðburð í sínu lífi. „Ég fór í burtu frá þeim í þrjár vikur með einhverja eina mynd með mér. Þetta var ansi viðburðaríkur tími því þegar ég kem heim fór ég í móttöku á Bessastöðum til forsetans, svo var Arnór skírður og degi síðar er ég farinn til Þýskalands. Þegar við förum aftur út er Arnór orðinn rúmlega þriggja vikna og ég búinn að sjá hann tvisvar," sagði Atli en dvölin í Bandaríkjunum var honum ekki auðveld. „Ég var engan veginn í sambandi. Það var ekkert Skype og GSM-símar á þessum tíma. Ég þurfti að fara í eitthvert símaver til þess að hringja heim. Þetta var alveg fáránlegt," sagði Atli sem er einn af bestu leikmönnum landsliðsins frá upphafi. Þrátt fyrir erfiða stöðu gekk honum vel á leikunum og var næstmarkahæstur í íslenska liðinu. „Þetta er auðvitað skemmtileg minning í dag fyrst að þetta fór vel. Ég myndi samt ekki mæla með þessu fyrir neina fjölskyldu. Þessi saga sýnir samt hvað tímarnir hafa breyst mikið."
Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira