Viðskipti innlent

Færri skipakomur til Faxaflóahafna

Í fyrra komu 1454 skip, stærri en 100 brúttótonn, til hafna Faxaflóahafna eða samanlagt rétt tæpar 7 milljónir brúttótonna.

Þetta kemur fram á heimasíðu Faxaflóahafna. Þetta er tæplega 60 skipum færra en árið 2010.

Um 10 færri fiskiskip komu til hafnar, fjöldi flutningaskipa var svipaður, 10 færri tankskip komu og svo munar um 15 ferðir hvalbátanna árið 2010 en þær voru engar í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×