Viðskipti innlent

Tap ríkisins vegna SpKef verður kunngjört í apríl

Ragnar H. Hall hæstaréttalögmaður var tilnefndur af báðum málsaðilum til að leiða nefndina. Auk þess tilnefndu þeir sitthvorn endurskoðandann til að sitja í henni.
Ragnar H. Hall hæstaréttalögmaður var tilnefndur af báðum málsaðilum til að leiða nefndina. Auk þess tilnefndu þeir sitthvorn endurskoðandann til að sitja í henni.
Málflutningur fyrir úrskurðarnefnd sem á að skera úr um verðmæti eigna SpKef verður daganna 28. Og 29. mars næstkomandi. Í kjölfarið mun nefndin taka sér umhugsunarfrest til að komast að niðurstöðu og er búist við að hún skili niðurstöðum í apríl. Þetta kemur fram í svari Landsbankans við fyrirspurn Markaðarins um málið.

Landsbankinn tók yfir starfsemi SpKef sparisjóðs 5. mars 2011, eða fyrir rúmu ári síðan. Þá voru innlán og eignir færðar yfir í Landsbankann. Síðan hefur komið í ljós að gæði þeirra eigna voru mun lagari en lagt var upp með. Íslenska ríkið, sem tryggir öll innlán vegna yfirlýsingar sem gefin var út við efnahagshrunið haustið 2008, telur að það eigi að greiða 11,1 milljarða króna með innlánunum. Landsbankinn metur upphæðina hins vegar um 30 milljarða króna.

Til að leysa þennan ágreining var sett á fót úrskurðarnefnd í lok síðasta árs. Í henni sitja Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður, sem er formaður nefndarinnar, Sigríður Guðmundsdóttir endurskoðandi og Jón Bjarnason endurskoðandi. Á þessu ári hefur verið unnið að undirbúningi málsins og málsaðilar hafa skilað inn greinargerðum til nefndarinnar. Hvorki Landsbankinn né fjármálaráðuneytið hafa viljað gera þær greinargerðir opinberar. -þsj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×