Viðskipti innlent

Krefst þess að tekið verði á vanda Landbúnaðarháskólans

Ríkisendurskoðun segir að stjórnendum Landbúnaðarháskóla Íslands hafi ekki tekist að láta enda ná saman í rekstrinum og skuldir hans eru miklar. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnendur og yfirvöld menntamála til að taka á þessum vanda.

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrir síðasta ár nam uppsafnaður halli skólans samtals um 307 milljónum króna. Á sama tíma námu heildarskuldir skólans um 739 milljónum króna og höfðu fimmfaldast frá árinu 2005. Langstærstur hluti þeirra eða 94%, er skuld við ríkissjóð.

Ríkisendurskoðun bendir á að hér er um að ræða fjármuni sem Alþingi hefur aldrei samþykkt að verja til skólans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×