Viðskipti innlent

Stefna að óbreyttum rekstri Víkurprjóns eftir söluna

Drífa ehf. hefur fest kaup á Víkurprjóni en starfsemin mun haldast óbreytt.
Drífa ehf. hefur fest kaup á Víkurprjóni en starfsemin mun haldast óbreytt.
Drífa ehf., sem á meðal annars vörumerkið Icewear, hefur keypt sauma- og prjónastofuna Víkurprjón í Vík í Mýrdal. Víkurprjón hefur verið starfrækt í rúm 30 ár og framleiðir sokka og peysur, aðallega úr íslenskri ull, ásamt því að reka verslun í Vík.

Í tilkynningu segir að stefnt sé að því að reka Víkurprjón áfram í óbreyttri mynd. Drífa rekur tvær verslanir, í Reykjavík og Garðabæ, en selur líka Icewear-útivistarvörur í ferðamannaverslunum um allt land.

Drífa hefur verið starfrækt í 40 ár og framleiddi lengst af íslenskar ullarvörur en síðastliðin átta ár hefur fyrirtækið þróað alhliða útivistarlínu. Eftir kaupin starfar 31 hjá Drífu-Icewear og Víkurprjóni. -þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×