Viðskipti innlent

Skuldir Reykjavíkur samsvara 3 milljónum á hvern borgarbúa

Heildarskuldir Reykjavíkurborgar nema nú um 317 milljörðum króna. Þetta samsvarar því að hver borgarbúi skuldi tæplega 3 milljónir króna.

Af skuldunum eru rúmlega 46 milljarðar króna hjá A-hluta borgarinnar og tæplega 271 milljarður kr. hjá B-hlutanum en þar munar mestu um skuldir Orkuveitunnar.

Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn innanríkisráðherra um skuldastöðu borgarinnar.

Hvað B-hlutan varðar kemur fram að tæplega 71% af þeim skuldum eru erlend lán. Endurfjármagna þarf 1,2 milljarða kr. af þessum erlendu lánum í ár og 4 milljarða kr. á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×