Smásölurisinn Hagar, sem rekur m.a. Bónus og Hagkaup, hagnaðist um tæplega 1,9 milljarða króna frá 1. mars í fyrra fram til 30. nóvember sama, það er til og með þriðja ársfjórðungi reikningsárs félagsins, sem lýkur í lok febrúar nk.
Þetta er umtalsvert betri rekstrarniðurstaða miðað árið á undan en þá nam hagnaðurinn 787 milljónum króna.
Helstu upplýsingar upp úr tilkynningu Haga til Kauphallar Íslands, vegna uppgjörsins, eru eftirfarandi.
Hagnaður tímabilsins nam 1.867 millj. kr. eða 3,7% af veltu.
Rekstrartekjur tímabilsins námu 49.898 millj. kr.
Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 3.083 millj. kr.
Heildareignir samstæðunnar námu 24.650 millj. kr. í lok tímabilsins.
Handbært fé félagsins nam 1.240 millj. kr. í lok tímabilsins.
Eigið fé félagsins nam 5.696 millj. kr. í lok tímabilsins.
Eiginfjárhlutfall félagsins var 23,1% í lok tímabilsins.
Sjá má tilkynningu Haga til Kauphallar Íslands hér.
Hagar hagnast um 1,9 milljarða

Mest lesið

Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði
Viðskipti innlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent

Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum
Viðskipti innlent


Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Viðskipti innlent

Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá
Viðskipti innlent



Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum
Viðskipti innlent

Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum
Viðskipti innlent