Handbolti

Nú reynir Adolf Ingi fyrir sér sem lukkutröll

Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttamaður á Rúv, hefur farið á kostum sem sérlegur fréttamaður EHF á Evrópumeistaramótinu í handbolta.

Eftirminnilegt er þegar hann kom Frakkanum Didier Dinart á óvart með afmælisköku og þá prófaði hann einnig að dansa eins og klappstýra.

Nýjasta myndbandið er af honum að prófa sig áfram sem lukkutröll keppninnar með þessum fína árangri. Stuðningsmenn Makedóníu stálu reyndar hausnum af búningnum en skiluðu honum svo aftur stuttu síðar, eins og Adolf víkur reyndar sjálfur að í myndbandinu.


Tengdar fréttir

Adolf Ingi slær í gegn sem klappstýra

Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, hefur farið á kostum í innslögum sínum á youtube-síðu Evrópska handknattleikssambandsins. Í þetta skiptið þiggur Adolf góð ráð frá klappstýrunum í Serbíu og dömurnar taka hann í kennslustund.

Adolf Ingi fór í kappát við Didier Dinart

Franska varnartröllið Didier Dinart hélt upp á 35 ára afmæli sitt í gær og fékk af því tilefni stærðarinnar afmælisköku á hóteli franska landsliðsins í Serbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×