Ferðaþjónustan malar gull og er ein af grunnstoðum hagkerfisins Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. janúar 2012 19:00 Árið 2011 var besta ár í íslenskri ferðaþjónustu frá upphafi á flesta mælikvarða. Met var slegið í komu erlendra ferðamanna til landsins og fjölda gistinátta. Á fjórum dögum í október eyddu ferðamenn hálfum milljarði hér á landi. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu Landsbankans um ferðaþjónustuna. Ferðaþjónustan er að festa sig í sessi sem ein af grunnstoðum atvinnulífsins í íslensku samfélagi. Ferðaþjónustan er þriðji stærsti einstaki útflutningsliður landsins á eftir sjávarútvegi og áli.Sjötíu milljarðar í kassann Fyrstu þrjá ársfjórðunga síðasta árs námu útflutningstekjur í ferðaþjónustu 70 milljörðum króna. Hér er um raunveruleg verðmæti sem Íslendingar geta verið stoltir af en ekki froðuhagkerfi eins og í fjármálageiranum fyrir bankahrunið. Langmesta aðdráttarafl Íslands samkvæmt könnunum Ferðamálastofu er náttúra Íslands. Fjórir af hverjum fimm ferðamönnum segja náttúru Íslands hafa haft áhrif á ákvörðun þeirra að koma til landsins. Fjárfesting í umhverfisvernd skilar sér því margfalt. Á árunum 2000 2011 hefur ferðamönnum fjölgað um 85 prósent á Íslandi. Á sama tíma hefur fjölgunin verið mun minni hjá Evrópu og heiminum öllum, eins og sést áá töflu í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar.Fjölgar og fjölgar Í skýrslu Landsbankans kemur fram að í ljósi þeirrar miklu athygli og landkynningar sem Ísland fékk í kjölfar eldgosanna 2010 og 2011 sé líklegt að fjölgun ferðamanna verði áfram tiltölulega mikil á komandi árum að öðru óbreyttu. Töluverðar árstíðasveiflur eru í umsvifum ferðaþjónustunnar á Íslandi. Ágúst er sýnilega bestur en í ágúst í fyrra fóru rúmlega 100 þúsund erlendir ferðamenn um Leifsstöð.Mikil áskorun að jafna sveifluna Ein stærsta áskorunin í íslenskri ferðaþjónustu er að jafna þessa sveiflu, en það verður ekki gert nema með fjölgun ferðamanna utan háannatímans. Dæmi um viðburð sem hefur átt þátt í að laða hingað ferðamenn utan háannatíma er Iceland Airwaves í október ár hvert, en velta hátíðarinnar jókst um 54 prósent í fyrra og samkvæmt skýrslu Landsbankans voru tekjur vegna ferðamanna á Airwaves hálfur milljarður króna í fyrra, en hátíðin stendur aðeins yfir í nokkra daga. Eins og sést í grafi í lok sjónvarpsútgáfu fréttarinnar jókst fjármálaþjónusta mikið í froðuhagkerfinu fyrir hrun, á sama tíma var vöxtur í stóriðju tiltölulega jafn. Svo sprakk fjármálabólan en sjávarútvegurinn er á blússandi siglinu eftir hrunið og ferðaþjónustan í jöfnum vexti og hefur ef eitthvað er tekið mikinn kipp á undanförnum tveimur árum. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Árið 2011 var besta ár í íslenskri ferðaþjónustu frá upphafi á flesta mælikvarða. Met var slegið í komu erlendra ferðamanna til landsins og fjölda gistinátta. Á fjórum dögum í október eyddu ferðamenn hálfum milljarði hér á landi. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu Landsbankans um ferðaþjónustuna. Ferðaþjónustan er að festa sig í sessi sem ein af grunnstoðum atvinnulífsins í íslensku samfélagi. Ferðaþjónustan er þriðji stærsti einstaki útflutningsliður landsins á eftir sjávarútvegi og áli.Sjötíu milljarðar í kassann Fyrstu þrjá ársfjórðunga síðasta árs námu útflutningstekjur í ferðaþjónustu 70 milljörðum króna. Hér er um raunveruleg verðmæti sem Íslendingar geta verið stoltir af en ekki froðuhagkerfi eins og í fjármálageiranum fyrir bankahrunið. Langmesta aðdráttarafl Íslands samkvæmt könnunum Ferðamálastofu er náttúra Íslands. Fjórir af hverjum fimm ferðamönnum segja náttúru Íslands hafa haft áhrif á ákvörðun þeirra að koma til landsins. Fjárfesting í umhverfisvernd skilar sér því margfalt. Á árunum 2000 2011 hefur ferðamönnum fjölgað um 85 prósent á Íslandi. Á sama tíma hefur fjölgunin verið mun minni hjá Evrópu og heiminum öllum, eins og sést áá töflu í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar.Fjölgar og fjölgar Í skýrslu Landsbankans kemur fram að í ljósi þeirrar miklu athygli og landkynningar sem Ísland fékk í kjölfar eldgosanna 2010 og 2011 sé líklegt að fjölgun ferðamanna verði áfram tiltölulega mikil á komandi árum að öðru óbreyttu. Töluverðar árstíðasveiflur eru í umsvifum ferðaþjónustunnar á Íslandi. Ágúst er sýnilega bestur en í ágúst í fyrra fóru rúmlega 100 þúsund erlendir ferðamenn um Leifsstöð.Mikil áskorun að jafna sveifluna Ein stærsta áskorunin í íslenskri ferðaþjónustu er að jafna þessa sveiflu, en það verður ekki gert nema með fjölgun ferðamanna utan háannatímans. Dæmi um viðburð sem hefur átt þátt í að laða hingað ferðamenn utan háannatíma er Iceland Airwaves í október ár hvert, en velta hátíðarinnar jókst um 54 prósent í fyrra og samkvæmt skýrslu Landsbankans voru tekjur vegna ferðamanna á Airwaves hálfur milljarður króna í fyrra, en hátíðin stendur aðeins yfir í nokkra daga. Eins og sést í grafi í lok sjónvarpsútgáfu fréttarinnar jókst fjármálaþjónusta mikið í froðuhagkerfinu fyrir hrun, á sama tíma var vöxtur í stóriðju tiltölulega jafn. Svo sprakk fjármálabólan en sjávarútvegurinn er á blússandi siglinu eftir hrunið og ferðaþjónustan í jöfnum vexti og hefur ef eitthvað er tekið mikinn kipp á undanförnum tveimur árum. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira