Ferðaþjónustan malar gull og er ein af grunnstoðum hagkerfisins Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. janúar 2012 19:00 Árið 2011 var besta ár í íslenskri ferðaþjónustu frá upphafi á flesta mælikvarða. Met var slegið í komu erlendra ferðamanna til landsins og fjölda gistinátta. Á fjórum dögum í október eyddu ferðamenn hálfum milljarði hér á landi. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu Landsbankans um ferðaþjónustuna. Ferðaþjónustan er að festa sig í sessi sem ein af grunnstoðum atvinnulífsins í íslensku samfélagi. Ferðaþjónustan er þriðji stærsti einstaki útflutningsliður landsins á eftir sjávarútvegi og áli.Sjötíu milljarðar í kassann Fyrstu þrjá ársfjórðunga síðasta árs námu útflutningstekjur í ferðaþjónustu 70 milljörðum króna. Hér er um raunveruleg verðmæti sem Íslendingar geta verið stoltir af en ekki froðuhagkerfi eins og í fjármálageiranum fyrir bankahrunið. Langmesta aðdráttarafl Íslands samkvæmt könnunum Ferðamálastofu er náttúra Íslands. Fjórir af hverjum fimm ferðamönnum segja náttúru Íslands hafa haft áhrif á ákvörðun þeirra að koma til landsins. Fjárfesting í umhverfisvernd skilar sér því margfalt. Á árunum 2000 2011 hefur ferðamönnum fjölgað um 85 prósent á Íslandi. Á sama tíma hefur fjölgunin verið mun minni hjá Evrópu og heiminum öllum, eins og sést áá töflu í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar.Fjölgar og fjölgar Í skýrslu Landsbankans kemur fram að í ljósi þeirrar miklu athygli og landkynningar sem Ísland fékk í kjölfar eldgosanna 2010 og 2011 sé líklegt að fjölgun ferðamanna verði áfram tiltölulega mikil á komandi árum að öðru óbreyttu. Töluverðar árstíðasveiflur eru í umsvifum ferðaþjónustunnar á Íslandi. Ágúst er sýnilega bestur en í ágúst í fyrra fóru rúmlega 100 þúsund erlendir ferðamenn um Leifsstöð.Mikil áskorun að jafna sveifluna Ein stærsta áskorunin í íslenskri ferðaþjónustu er að jafna þessa sveiflu, en það verður ekki gert nema með fjölgun ferðamanna utan háannatímans. Dæmi um viðburð sem hefur átt þátt í að laða hingað ferðamenn utan háannatíma er Iceland Airwaves í október ár hvert, en velta hátíðarinnar jókst um 54 prósent í fyrra og samkvæmt skýrslu Landsbankans voru tekjur vegna ferðamanna á Airwaves hálfur milljarður króna í fyrra, en hátíðin stendur aðeins yfir í nokkra daga. Eins og sést í grafi í lok sjónvarpsútgáfu fréttarinnar jókst fjármálaþjónusta mikið í froðuhagkerfinu fyrir hrun, á sama tíma var vöxtur í stóriðju tiltölulega jafn. Svo sprakk fjármálabólan en sjávarútvegurinn er á blússandi siglinu eftir hrunið og ferðaþjónustan í jöfnum vexti og hefur ef eitthvað er tekið mikinn kipp á undanförnum tveimur árum. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Árið 2011 var besta ár í íslenskri ferðaþjónustu frá upphafi á flesta mælikvarða. Met var slegið í komu erlendra ferðamanna til landsins og fjölda gistinátta. Á fjórum dögum í október eyddu ferðamenn hálfum milljarði hér á landi. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu Landsbankans um ferðaþjónustuna. Ferðaþjónustan er að festa sig í sessi sem ein af grunnstoðum atvinnulífsins í íslensku samfélagi. Ferðaþjónustan er þriðji stærsti einstaki útflutningsliður landsins á eftir sjávarútvegi og áli.Sjötíu milljarðar í kassann Fyrstu þrjá ársfjórðunga síðasta árs námu útflutningstekjur í ferðaþjónustu 70 milljörðum króna. Hér er um raunveruleg verðmæti sem Íslendingar geta verið stoltir af en ekki froðuhagkerfi eins og í fjármálageiranum fyrir bankahrunið. Langmesta aðdráttarafl Íslands samkvæmt könnunum Ferðamálastofu er náttúra Íslands. Fjórir af hverjum fimm ferðamönnum segja náttúru Íslands hafa haft áhrif á ákvörðun þeirra að koma til landsins. Fjárfesting í umhverfisvernd skilar sér því margfalt. Á árunum 2000 2011 hefur ferðamönnum fjölgað um 85 prósent á Íslandi. Á sama tíma hefur fjölgunin verið mun minni hjá Evrópu og heiminum öllum, eins og sést áá töflu í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar.Fjölgar og fjölgar Í skýrslu Landsbankans kemur fram að í ljósi þeirrar miklu athygli og landkynningar sem Ísland fékk í kjölfar eldgosanna 2010 og 2011 sé líklegt að fjölgun ferðamanna verði áfram tiltölulega mikil á komandi árum að öðru óbreyttu. Töluverðar árstíðasveiflur eru í umsvifum ferðaþjónustunnar á Íslandi. Ágúst er sýnilega bestur en í ágúst í fyrra fóru rúmlega 100 þúsund erlendir ferðamenn um Leifsstöð.Mikil áskorun að jafna sveifluna Ein stærsta áskorunin í íslenskri ferðaþjónustu er að jafna þessa sveiflu, en það verður ekki gert nema með fjölgun ferðamanna utan háannatímans. Dæmi um viðburð sem hefur átt þátt í að laða hingað ferðamenn utan háannatíma er Iceland Airwaves í október ár hvert, en velta hátíðarinnar jókst um 54 prósent í fyrra og samkvæmt skýrslu Landsbankans voru tekjur vegna ferðamanna á Airwaves hálfur milljarður króna í fyrra, en hátíðin stendur aðeins yfir í nokkra daga. Eins og sést í grafi í lok sjónvarpsútgáfu fréttarinnar jókst fjármálaþjónusta mikið í froðuhagkerfinu fyrir hrun, á sama tíma var vöxtur í stóriðju tiltölulega jafn. Svo sprakk fjármálabólan en sjávarútvegurinn er á blússandi siglinu eftir hrunið og ferðaþjónustan í jöfnum vexti og hefur ef eitthvað er tekið mikinn kipp á undanförnum tveimur árum. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira