Titringur vegna vanda Íbúðalánasjóðs Magnús Halldórsson skrifar 25. nóvember 2012 20:55 Titringur hefur verið á skuldabréfamarkaði vegna vanda Íbúðalánasjóðs en ríkisstjórn Íslands hyggst tilkynna um það á þriðjudag, til hvaða aðgerða verður gripið til þess að laga slæma stöðu sjóðsins. Eiginfjárhlutfall hans var 1,4 prósent um mitt þetta ár, en langtímamarkmiðið er sex prósent. Um 12 til 14 milljarða þarf til þess að styrkja eiginfjárhlutfall sjóðsins, og kemur ekkert annað til greina en að sækja það fé í ríkissjóð. Eignir sjóðsins, þar helst útlán til heimila, voru metnar á 876 milljarða um mitt þetta ár og skuldir voru 870 milljarðar, en þær eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða. Það er hins vegar flókið mál, þar sem skuldastaða ríkissjóðs er erfið og ljóst að skera þarf niður á öðrum vígstöðum, ef það á að ná markmiði hallalaus fjárlög 2014, þar sem svigrúmið í ríkisfjármálunum er lítið. Aðgerðir vegna vanda sjóðsins nú, hafa því áhrif á afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár. Þá er sjóðurinn einnig að glíma við önnur vandamál, eins og það að lítil sem engin eftirspurn er eftir verðtryggðum lánum hans. Því safnast fé upp hjá sjóðnum sem hann hefur ekki getað lánað út, það er komið í vinnu. Af þessum sökum er mikið ójafnvægi í rekstri sjóðsins, og ljóst að aðgerða er þörf við að bæta úr stöðunni. Lausafé sjóðsins nemur um 50 milljörðum um þessar mundir. Þá rennur þriggja ára frysting á skuldastöðu hóps lántakenda út innan tíðar, en ekki verður áframhald á slíkum aðgerðum hjá sjóðnum. Þetta gæti leitt til meira útlánataps, en þegar hefur komið fram hjá sjóðnum. Stjórnvöld hafa að undanförnu verið að meta hvað gera skuli vegna vanda sjóðsins, og var ákveðið á ríkisstjórnarfundi sl. föstudag að tilkynna um aðgerðir á næskomandi þriðjudag, en starfshópur hefur að undanförnu haft málefni sjóðsins til skoðunar og hefur hann þegar skilað niðurstöðum sínum til ríkisstjórnarinnar. Ekkert hefur verið gefið upp um það hverjar niðurstöður hópsins eru. Nokkur titringur varð á skuldabréfamarkaði sl. fimmtudag vegna fréttar í Viðskiptablaðinu um að skilmálum í íbúðabréfaflokkum, er vörðuðu það að ekki mæti greiða þá upp, yrði breytt. Íbúðalánasjóður bar fréttina til baka, en viðskipti með fjóra skuldabréfaflokka Íbúðalánasjóðs voru stöðvuð í Kauphöllinni um tíma. Íbúðalánasjóður átti fundi með mörgum þeirra sem stunda viðskipti á skuldabréfamarkaði í kjölfar þar sem málefni sjóðsins voru til umræðu. Meðal annars voru fundir með þeim starfsmönnum bankanna sem koma að viðskiptum með skuldabréf sjóðsins. Ljóst er að allar upplýsingar um aðgerðir stjórnvalda vegna vanda Íbúðalánasjóðsins geta talist verðmyndandi upplýsingar á skuldabréfamarkaði. Því munu stjórnvöld vafalítið kappkosta að skýra stöðu sjóðsins sem allra fyrst, svo að efasemdir um rekstrarhæfi sjóðsins festi ekki rætur á markaði með skuldabréf sjóðsins, enda getur slíkt haft alvarleg áhrif fyrir sjóðinn, og þar með ríkissjóð. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Titringur hefur verið á skuldabréfamarkaði vegna vanda Íbúðalánasjóðs en ríkisstjórn Íslands hyggst tilkynna um það á þriðjudag, til hvaða aðgerða verður gripið til þess að laga slæma stöðu sjóðsins. Eiginfjárhlutfall hans var 1,4 prósent um mitt þetta ár, en langtímamarkmiðið er sex prósent. Um 12 til 14 milljarða þarf til þess að styrkja eiginfjárhlutfall sjóðsins, og kemur ekkert annað til greina en að sækja það fé í ríkissjóð. Eignir sjóðsins, þar helst útlán til heimila, voru metnar á 876 milljarða um mitt þetta ár og skuldir voru 870 milljarðar, en þær eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða. Það er hins vegar flókið mál, þar sem skuldastaða ríkissjóðs er erfið og ljóst að skera þarf niður á öðrum vígstöðum, ef það á að ná markmiði hallalaus fjárlög 2014, þar sem svigrúmið í ríkisfjármálunum er lítið. Aðgerðir vegna vanda sjóðsins nú, hafa því áhrif á afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár. Þá er sjóðurinn einnig að glíma við önnur vandamál, eins og það að lítil sem engin eftirspurn er eftir verðtryggðum lánum hans. Því safnast fé upp hjá sjóðnum sem hann hefur ekki getað lánað út, það er komið í vinnu. Af þessum sökum er mikið ójafnvægi í rekstri sjóðsins, og ljóst að aðgerða er þörf við að bæta úr stöðunni. Lausafé sjóðsins nemur um 50 milljörðum um þessar mundir. Þá rennur þriggja ára frysting á skuldastöðu hóps lántakenda út innan tíðar, en ekki verður áframhald á slíkum aðgerðum hjá sjóðnum. Þetta gæti leitt til meira útlánataps, en þegar hefur komið fram hjá sjóðnum. Stjórnvöld hafa að undanförnu verið að meta hvað gera skuli vegna vanda sjóðsins, og var ákveðið á ríkisstjórnarfundi sl. föstudag að tilkynna um aðgerðir á næskomandi þriðjudag, en starfshópur hefur að undanförnu haft málefni sjóðsins til skoðunar og hefur hann þegar skilað niðurstöðum sínum til ríkisstjórnarinnar. Ekkert hefur verið gefið upp um það hverjar niðurstöður hópsins eru. Nokkur titringur varð á skuldabréfamarkaði sl. fimmtudag vegna fréttar í Viðskiptablaðinu um að skilmálum í íbúðabréfaflokkum, er vörðuðu það að ekki mæti greiða þá upp, yrði breytt. Íbúðalánasjóður bar fréttina til baka, en viðskipti með fjóra skuldabréfaflokka Íbúðalánasjóðs voru stöðvuð í Kauphöllinni um tíma. Íbúðalánasjóður átti fundi með mörgum þeirra sem stunda viðskipti á skuldabréfamarkaði í kjölfar þar sem málefni sjóðsins voru til umræðu. Meðal annars voru fundir með þeim starfsmönnum bankanna sem koma að viðskiptum með skuldabréf sjóðsins. Ljóst er að allar upplýsingar um aðgerðir stjórnvalda vegna vanda Íbúðalánasjóðsins geta talist verðmyndandi upplýsingar á skuldabréfamarkaði. Því munu stjórnvöld vafalítið kappkosta að skýra stöðu sjóðsins sem allra fyrst, svo að efasemdir um rekstrarhæfi sjóðsins festi ekki rætur á markaði með skuldabréf sjóðsins, enda getur slíkt haft alvarleg áhrif fyrir sjóðinn, og þar með ríkissjóð.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun